Ban hvetur til nýrra samhæfðra aðgerða til að ná markmiðum SÞ um að draga úr fátækt

0
429

11. september 2008 – Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti til þess í dag að skorin yrði upp herör til þess að Þúsaldarmarkmiðin um að draga úr fátækt næðust fyrir 2015.

Ban í New York 11. september.

Ban lét þessi orð falla þegar hann  fylgdi úr hlaði nýrri skýrslu um árangurinn í að ná Þúsaldarmarkmiðunum, en þau samþykktu veraldaraleiðtogar á þúsaldarfundi sínum árið 2000. Markmiðin um að draga úr fátækt eru í hættu samkvæmt nýju skýrslunni vegna hækkandi matar og eldsneytisverðs og samdráttar í efnahagslífi heimsins.
Skýrslan, Millennium Development Goals Report 2008 , er umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á árangri í að ná takmörkunum sem ná til upprætingu örbirgðar og hungur til að öll börn njóti kennslu, dregið skuli úr barnadauða og barist gegn HIV/Alnæmi, malaríu og fleiri sjúkdómum.  
“Þarna eru beinharðar staðreyndir um það sem vel hefur verið gert og það sem þarf að gera til að ná markmiðunum fyrir 2015,” sagði Ban á blaðamannafundi í New York.
Ban benti á að þróunarríki verðu nú meira fé til menntunar og heilsugæslu þökk sé fé sem sparist vegna skuldauppgjafar og framlögum einkaaðila..
Kennsla barna er í sókn og árangur hefur náðst í heilsugæslu og jafnrétti kynjanna, sagði hann.   
Samkvæmt nýjum tölum Alþjóðabankans er búist við að hlutfall fólks sem býr við örbirgð muni hafa minnkað um helming árið 2015. “En árangurinn er nánast staðbundinn í Asíu,” sagði framkvæmdastjórinn og bætti við að þar til nýlega hefði örsnauðum þvert á móti fjölgað í Afríku sunnan Sahara.
Í skýrslunni segir að búast megi við að haldist matarverð jafn hátt og nú er megi búast við að fjöldi fólks festist í klóm fátæktar sérstaklega í Afríku sunnan Sahara og suður Asíu. Þar búa nú þegar flestir þeirra sem lifa við örbirgð. 
Hann sagði að sá árangur sem náðst hefði sýndi að hægt væri að ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun í öllum ríkjum. “Oftast vitum við hvað ber að gera og hvernig. Nú þurfum við herskátt átak til að koma heiminum á beinu brautina,” sagði hann.
Ban og tilvonandi forseti Allsherharþingsins, Miguel D’Escoto Brockmann, frá Nikaragva hafa boðað til leiðtogafundar um Þúsaldarmarkmiðin um þróun 25. September. Þar er stefnt að því að fara yfir stöðuna, skilgreina hvar skórinn kreppir að og samþykkja aðgerðir til að tryggja að öll ríki geti náð Þúsaldarmarkmiðunum.
Um 150 ríki munu eiga fulltrúa á fundinum þar af senda 90 þjóðhöfðingja eða oddvita ríkisstjórna, auk þess senda tuttugu stærstu góðgerðasamtök heims fulltrúa.