Ban Ki-moon hvetur deilendur í Líbanon til að hætta mótmælum og taka upp viðræður að nýju

0
502

23. janúar 22007 –   Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti alla deilendur í Líbanon til að hefja viðræður að nýju um lausn pólitískra deilna í kjölfar götumótmæla sem kostuðu mannslíf og líkamsmeiðingar.
“Hann hefur þungar áhyggjur af stjórnmáladeilunum í Líbanon,” sagði Michele Montas talskona Bans í yfirlýsingu. Þar var bent á að síðustu átök hefðu brotist út skömmu fyrir ráðstefnu gefenda í París en þar verður fjallað um aðstoð við enduruppbyggingu landsins eftir eyðilegginguna sem varð síðastliðiðið sumar í átökum Ísreals og Hizbollah.  
Ban, sem mun sitja Parísar-ráðstefnuna, ítrekaði stuðning Sameinuðu þjóðanna við stöðugleika, fullveldi, öryggi og sjálfstæði Líbanons. 
Skrifstofa Geirs Pedersen, persónulegs fulltrúa Ban Ki-moon í Líbanon segir að Beirút-flugvöllur hafi lokast vegna mótmælanna. Margar samgönguæðar í og í kringum Beirút og víðar í Líbanon hafi lokast enda hafa verið settir upp vegatálmar, sums staðar úr brennandi dekkjum og bílum. 
Ítarlegri upplýsingar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21313&Cr=leban&Cr1=