Ban kveður Ísland og heldur til Danmerkur

0
475
Secretary-General Ban Ki-moon flies over along the glacial river Hvítá to the river's source, Lake Hvítárvatn. From the lake, he flew to areas adjacent to the Langjökull glacier, where he observed the impact of climate change. The Langjökull glacier has retreated considerably in the last few decades due to warmer temperatures

Secretary-General Ban Ki-moon flies over along the glacial river Hvítá to the river's source, Lake Hvítárvatn. From the lake, he flew to areas adjacent to the Langjökull glacier, where he observed the impact of climate change. The Langjökull glacier has retreated considerably in the last few decades due to warmer temperatures

4. júlí 2013. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom síðdegis í gær til Danmerkur í tveggja daga heimsókn til tveggja Norðurlandanna. Fyrr um daginn lauk jafnlangri heimsókn Ban til Íslands. Ban mun taka þátt í vígsluathöfn nýrra höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í dag. Skuggi Snowden-málsins og atburðanna í Egyptalandi hafa hvílt á viðræðum hans við ráðamenn landanna tveggja.

Nýkominn til Kaupmannahafnar gaf Ban út yfirlýsingu þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi þess að “borgaraleg stjórn” tæki við hið fyrsta í Egyptalandi “í samræmi við grundvallarsjónarmið lýðræðis.”

Fyrr um daginn lauk heimsókn Ban til Íslands með þyrluflugi yfir Langjökul en framkvæmdastjórinn hafði óskað eftir því að fá að kynna sér áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi af eigin raun, en jökullinn hefur hopað umtalsvert vegna hlýjinda á undanförnum áratugum. 

Áður hafði hann kynnt sér lausnir Íslendinga á sviði endurnýjanlegra orkugjafa með heimsókn í Hellisheiðarvirkjun og viðræðum við oddvita háskóla Sameinuðu þjóðanna og aðra íslenska vísindamenn.

“Ísland hefur tekið stór skref í að virkja endurnýjanlega orkugjafa jafnt heimafyrir sem erlendis,” sagði Ban í fyrirlestri í Háskóla Íslands. “Ég hef séð þetta af eigin raun og vil lýsa ánægju með það. Nýting orku getur skipt sköpum í glímunni við verstu eftirköst loftslagsbreytinga og í bráðnauðsynlegum umskiptum til sjálfbærrar þróunar.”

Í dag vígir framkvæmdastjórinn nýju höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum ásamt Margréti Þórhildi Danadrottningu og á viðræður við Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra og  Villy Sövndal, utanríkisráðherra.

Mynd: Ban Ki-moon horfir yfir Langjökul úr þyrlu. SÞ-mynd/Eskinder Debebe.