Ban: Ofbeldismenn verði dregnir til ábyrgðar

0
448
alt

Ban Ki-moon fordæmdi aðgerðir Kadhaifí, forseta Líbýu gegn mótmælendum og sagði þær hugsanlega glæpi gegn mannkyninu. Hvatti hann til þess að þeim yrði refsað sem hefðu “grimmilega úthellt” blóði saklausra.

alt

 “Ég hef hvað eftir annað fordæmt aðgerðir hans sem eru algjörlega óásættanlegar,” sagði Ban á fundi með fréttamönnum.
Hann sagði að alþjóðasamfélagið færi nú í gegnum ýmsa kosti eins og hann útskýrði fyrir Gaddhai í fjörutíu mínutna löngu símtali. “Hann hefur ekki tekið tillit til þess…Ríkisstjórn Líbýu verður að axla þá ábyrgð að vernda íbúa landsins.”
“Á þessari ögurstundu er mikilvægt að alþjóðasamfélagið sýni samstöðu og taki höndum saman til að tryggja tafarlaus og friðsamleg valdaskipti.”
Ban vitnaði til orða sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð og skylduna til að vernda borgara: “Eðli og umfang árásanna á borgara eru freklegt brot á alþjóðlegur mannúðar- og mannréttindalögum. Þeim ber að refsa sem bera ábyrgð á að úthella blóði saklausra borgara.”
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til sérstaks fundar á föstudag. Öryggisráðið fordæmdi á mánudag (22. febrúar) ofbeldisverk gegn almenningi.