Nýtt fimm ára kjörtímbail Ban hafið:

0
429

Sameinuðum er okkur ekkert ómögulegt

BAN 5

                                                                                    SÞ-mynd: Mark Garten

 Ban Ki-moon hét því að fylkja liði til að veraldarbúar tækju sameiginlega á áskorunum sem snertu þá alla, á borð við loftslagsbreytingar, baráttuna gegn fátækt og valdeflingu kvenna. Ban lét þessi orð falla þegar hann hóf annað kjörtímabil sitt sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna um áramótinþ

Ban lagði áherslu á samstöðu aðildarríkja samtakanna og íbúa þeirra í áramótaviðtali við Fréttaþjónustu og útvarp Sameinuðu þjóðanna.

“Sameinuðum er okkur ekkert ómögulegt,” sagði Ban og bætt við: “ef við eflum bandalög á milli ríkisstjórna, samtaka atvinnulífs, almannasamtaka og mannvina held ég að við getum ratað á rétta leið.”

“Við þurfum að finna tenginguna á milli loftslagsbreytingar, matvælakreppunnar, vatnsskorts og valdeflingar kvenna og hnattrænna heilbrigðisvandamála. Þetta eru innbyrðis tengd málefni.”

Ban ítrekaði forgangsmál sín á öðru kjörtímabilinu en hann kallar þau fimm “tækifæri kynslóðar” á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þau eru að efla sjálfbæra þróun, að takast á við hamfarir og kreppur; náttúrulegar og af manna völdum; að skapa öruggari heim; að aðstoða ríki og þjóðir við breytingu á stjórnarháttum og ýta undir valdeflingu kvenna.

Ban sem er sextíu og sjö ára hóf annað fimm ára kjörtbímabil á sunnudag. Hann sagði að “vald fólksins” og dýpkun hnattvæðingarinnar væru merkustu fyrirbærin frá því 2007.

“Það er svo margt fólk sem hefur verð á jaðrinum, kúgað fólk sem hefur þráð lýðræði, mannlega reisn sína og mannréttindi. Á okkur hvílir þung skylda að hjálpa þeim á þróunarbrautinni í átt til lýðræðis.”

“Og það hefur svo sannarlega margt gerst í kjölfar dýpkunar hnattvæðingarinnar. Það eru margar góðar hugmyndir og fólk vill tengjast…”

Framkvæmdastjórinn nefndi sem dæmi um þær væntingar sem gerðar eru til Sameinuðu þjóðanna, ákall drengs sem hann hitti á síðasta ári á eynni Kiribati á suður Kyrrahafi, en því ríki stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar.”Hann sagði: hjálpaðu okkur að takast á við loftslagsbreytingar. Hafið getur sópað heimili okkar burtiu hvenær sem er og lifnaðarhættir okkar eru í hættu.”