Ban: „Stöðvum brjálæðið”

0
410
UNICEF girl

 UNICEF girl

3.ágúst 2014. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt harðlega árás á skóla samtakanna í Rafah á Gasasvæðinu sem kostaði að minnsta kosti tíu Palestínumenn lífið.

 „Þessi árás er enn eitt gróft brot á alþjóðlegum mannúðarlögum,” sagði Ban í yfirlýsingu sem talsmaður hans gaf út í gær í New York. 
Ísraelska hernum var margsinnis tilkynnt um staðsetningu griðasvæða. Skólinn hýsti þúsundir Palestínumanna 240 þúsund manns hafa leitað skjóls í skólum og öðrum mannvirkjum á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Rannsaka ber þessa árás ásamt öðrum brotum á alþjóðalögum hið snarasta og láta gerendur sæta ábyrgð. Hér er um að ræða glæp og siðferðilegt óhæfuverk.”

Framkvæmdastjórinn ítrekar kröfu um að báðir aðilar hætti tafarlaust bardögum. „Það verður að stöðva þetta brjálæði.” 

Mannúðarstarfsfólk Sameinuðu þjóðanna segir að heilsugæsla og búnaður á Gasaströndinni “sé að hruni kominn” eftir margra vikna átök og að víðtæk heilsufarsvá blasi við.”

Frá 20.júlí hafa níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna verið drepnir. „Þetta var fólk sem hafði helgað palestínskum flóttamönnum á Gasa árum eða áratugum af æfi sinni,” sagði Pierre Krahenbuhl, forstjóri UNRWA, Palestínuhjálpar Sameinuðu þjóðanna.

„Margir þeirra voru skólaliðar sem reyndu að blása palestínskum börnum í brjóst trú á framtíðinni og studdu þau á erfiðustu stundum…Fjölskyldur þeirra og allir starfsmenn UNRWA syrgja grimmileg örlög þeirra..

Tár eru háværari en orð

Chris-Gunness--008Tár geta sagt meira en mörg orð – þetta sannaðist í tilfelli Chris Gunness, talsmanns UNRWA. Hann lýsir sjálfum sér á Twitter sem ástríðufullum formælanda málstaðar palestínskra flóttamanna, en hætt er við því að honum hafi ekki alltaf fundist hann fá þá athygli sem hann verðskuldaði. 

Allt þetta breyst þegar hann brast í grát í lok viðtals við Al Jazeera þegar hann hélt að slökkt hefði verið á myndavélum. Sú var ekki raunin og fyrr en varði höfðu hundruð þúsunda séð og heyrt beiskan grát talsmannsins á Gasa á internetinu.

Þegar við ræddum við Gunnes vildi hann sem minnst um þetta tala og sagði: „Tár mín fölna við hlið grátbólginna hvarma fólksins á Gasa.” Hann kýs fremur að ræða ástandið og þá staðreynd að UNRWA er að þrotum komið í viðleitni sinni við að hlúa að stríðshrjáðum flóttamönnum á Gasa.Ég vil helst ekki tala of mikið um okkur. En hversu mörg hjálparsamtök hefðu látið sig hafa það að níu starfsmenn væru drepnir? Margir hefðu pakkað saman og yfirgefið svæðið. En mannúðarsjónarmið eru ofar öllu og UNRWA fer hvergi og heldur starfi sínu áfram.”