Ban tengir vopnasölu og verndarskylduna

0
435

weapons

13. febrúar 2013.  Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti til samkomulags á ráðstefnunni um vopnasölu í heiminum sem fram fer í New York í marsmánuði. Ban lét þessi orð falla í ummælum sínum í umræðum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um vernd óbreyttra borgara í vopnuðum átökum.
 
Framkvæmdastjórinn sagði að óbreyttir borgarar víða um heim liðu mest allra fyrir átök víða um heim, en lagði áherslu á að stríðandi fylkingar bæru ekki einar ábyrgðina.

“Skyldan til að vernda hvílir á herðum okkar allra. Frjálst flæði vopna eykur án nokkurs vafa ofbeldi gegn óbreyttum borgurum. Það er þörf á öflugum og heildstæðum sáttmála sem tekur á mannúðarþættinum í vopnaviðskipum þar sem fáar reglur gilda,” sagði framkvæmdastjórinn og vitnaði til ATT-viðræðnanna svokölluðu um að koma böndum á viðskipti með vopn.
 
Ráðstefnan hefur verið kvödd saman, að undirlagi Allsherjarþingsins 18. til 23. mars til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í júlí 2012 en þá tókst ekki að ganga frá Vopnaviðskiptasáttmála.
 
Í ummælum sínum í Öryggisráðinu vitnaði framkvæmdastjórinn til nýlegrar innanhúss-útektar á því sem miður fór hjá Sameinuðu þjóðunum undir lok borgarastyrjaldarinnar á Sri Lanka. Þær niðurstöður bíða nú umsagna hlutaðeigandi aðila en munu hafa áhrif á þá stefnu sem tekin verður í þessum málaflokki.

Mynd: Vopn sem gerð hafa verið upptæk í Afganistan. UK Ministry of Defense.