Banvæn tilkynning: “Það er stelpa”:

0
476

girl

7. mars 2013. Ofbeldi gegn konum er ein af banvænustu og algengustu mannréttindabrotum gegn konum um allan heim. Engu að síður er það svo að þegar þekktur andófsmaður í Kína er handtekinn kemst það á forsíður dagblaða en þess að engu getið að 100 þúsund stúlkum sé rænt á hverju ári og þær þvingaðar til starfa á vændishúsum.   

Reynum að ímynda okkar að Boeing 747 farþegaþota steyptist til jarðar með fulla vél af barnshafandi konum. Á hverjum degi deyja jafn margar konur af barnsförum og myndu rúmast í slíkri risaþotu. Þessi tölfræði ætti heima í fyrirsögnum þótt hún sjáist ekki á forsíðum.

Talið er að á bilinu 60-107 milljóna kvenna sé “saknað” í dag. Þeim hefur verið eytt í móðurkviði, þær drepnar eftir fæðingu eða deyja af vanrækslu. Indverskar stúlkur eru síður bólusettar en drengir og sjaldan fluttar á sjúkarhús ef þær veikjast. Stúlkur á aldrinum 1-5 ára eru helmingi liklegri til að deyja en drengir.

Fleiri stúlkna og kvenna er saknað í heiminum í dag en samanlagður fjöldi allra karla samanlagt sem létu lífið á vígvelli í öllum styrjöldum tuttugust aldarinnar samanlagt. Fjöldi fórnarlambanna er meiri en í öllum þjóðarmorðum tuttugustu aldar samanlagt.

Þriðja hver kona í Bandaríkjunum sem fellur fyrir morðingjahendi er drepin af ástmanni. Í Suður-Afríku deyr kona af völdum heimilisofbeldis á sex klukkustunda fresti. Á Indlandi var heimamundur átylla til að drepa 22 konur á hverjum einasta degi árið 2007.  Að meðaltali eru tvær konur myrtar í Guatemala daglega.  

Norðurlönd stæra sig af því að vera í fremstu röð hvað varðar jafnrétti kynjanna. Engu að síður eru norrænar konur langt frá því að vera öruggar.   

Sem dæmi má nefna féllu 135 konur fyrir hendi karla á heimili sínu á árunum 2005-2010. Sömu örlög bíða 17 kvenna á hverju ári í Svíþjóð. Er ekki mál að linni?

Mynd: Oxfam International, 2.0 Generic (CC BY-NC-ND 2.0)