Bláa hagkerfið: hafið sem næsta sprotahagkerfi

0
724
Joanna Smart

40% heimsbyggðarinnar býr við sjávarsíðuna. 3 milljarðar manna sækja lífsviðurværi sitt til sjávar og 80% heimsviðskipta fara fram þökk sé  flutningum á sjó. Í aðraganda Hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna beinum við sjónum okkar að nýju en samt gömlu fyrirbæri: bláa hagkerfið.

Höfin og strandhéruð skipta verulega máli í að tryggja fæðuöryggi og að uppræta fátækt. Samt sem áður eru höfin í hættu vegna þess að efnahagslegur ávinnngur af nýtingu þeirra er á kostnað umhverfisins.

Súrnun hafsins, mengun, hlýnun sjávar, ofauðgun og hrun fiskistofna eru dæmi um afleiðingar þessa á vistkerfi sjávar. Þessar hættur skaða plánetuna og brýnna aðgerða er þörf til að vernda höfin og fólkið sem lifir á þeim.

Heimsmarkmið 14: sjálfbær nýting hafsins

Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun, sem samþykkt voru 2015, eru vegvísir í átt til friðar og framfara í þágu plánetunnar og heimsbyggðarinnar. Heimsmarkmið 14 er kallað Líf í vatni. Það snýst um að vernda og sjálfbæra nýtingu sjávar og auðlinda þess og krefst alþjóðlegrar samvinnu.

14.markmiðinu ber að ná fyrir 2030 eins og öllum heimsmarkmiðunum 17. Til þess að svo megi verða þarf alþjóðlegar aðgerðir af hálfa stofnana auk nýs lagaramma. Árangur hefur náðst en langt er frá að markmiðnu sé náð.

Höfin eru uppspretta matar, orku og steinefna. Fiskveiðar og fiskeldi eru augljósustu dæmin auk fiskvinnslu og viðskipta með sjávarafurðir. Flutningar á hafi skipta verulegu máli í hnattrænum viðskiptum og gámaflutningskip og olíuskip flytja vörur á milli heimshafna. Þá er ástæðulaust að gleyma ferðamennsku enda strandhéruð á meðal vinsælustu ferðamannastaða, þar sem fjöldi starfa eru skapaður

Hugtakið „Bláa hagkerfið” er notað í sífellt ríkara mæli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) og Alþjóða bankans til að lýsa samhengi sjálfbærni, efnahagsmála og hafsins. Markmiðunum hefur verið lýst með þeim hætti að  það sé  „forskrift að sjálfbærum vistkerfum.“

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst bláa hagkerfinu sem lyklinum að því að hrinda heimsmarkmiði 14 í framkvæmd.

 Hvað er bláa hagkerfið?

Hugtakið bláa hagkerfið snýst um nýtingu og vernd umhverfis hafsins og er stundum notað sem samheiti „sjálfbærs hagkerfis sem byggir á hafinu.“

Bláa hagkerfið var fyrst kynnt til sögunnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu árið 2002. Það byggir á þeirri grundvallar röksemd að framleiðni vistkerfa hafsins sé því meiri, því heilibrigðari sem þau eru. Þessu til grundvallar eru niðurstöður vísindalegra rannsókna, sem sýna fram á að auðlindir jarðar séu takmarkaðar og að gróðurhúsalofttegundir skaði plánetuna. Þar að auki grafa mengun, ósjálfbærar fiskveiðar, eyðilegging búsæða og fleira, undan lífi í sjónum dag frá degi.

Sameinuðu þjóðirnar telja að innan bláa hagkerfisins rúmist efnahagsleg virkni sem tengist hafinu og strandhéruðum og uppfylli þau skilyrði að vera sjálfbær og félagslega sanngjörn. Þýðingarmikill hluti bláa hagkerfisins eru sjálfbærar fiskveiðar, heilbrigði sjavar, villt dýr og stöðvun mengunar. Sameinuðu þjóðirnar leggja áherslu á að bláa hagkerfið skuli “efla hagvöxt, félegslega samheldni og stuðla að bættu lífsviðurværi.“ Á sama tíma ber að tryggja umhverfsilega fjálfbærni sjávar og strandhéraða.

Til þess að svo megi verða þarf alþjóðlega samvinnu þvert á landamæri og greinar. Ríkisstjórnir, samtök og aðrir þeir sem taka ákvarðanir þurfa að taka höndum saman til að tryggja að stefnumörkun grafi ekki undan öðrum.

Nýting inn- og úthafa og strandhéraða hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum. OECD hefur lýst höfunum sem næstu efnahagslegu landamærum því þar búi uppspretta hagvaxtar, atvinnu og nýsköpunar. Þótt þar sé að finna núverandi atvinnugreinar á borð við fiskveiðar, strand-ferðamennsku og skipaferðir, má búast við umtalsverðri viðbót. Þar ber hæst nýjar greinar sem ekki voru til fyrir 20 árum, ”blá” föngun koltvísýrings í hafinu, sjávarorka og líftækni. Þarna er um að ræða nýjar greinar sem ekki aðeins bjóða upp á atvinnu heldur eru líka lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Hagurinn af bláa hagkerfinu  

Vindmylla á sjó við Blyth í englandi. Grahame Jenkins/Unsplash

Bláa hagkerfið getur ef vel tekst til stuðlað að bættri stýringu vistkerfa hafsins, dregið úr losun, bætt heilsufar og verið bandamaður í loftslagsbaráttunni. Á síðustu árum hafa nýjar greinar skotið rótum og hafið er orðið vettvangur endurnýjanlegrar orkuöflunnar.

Nýjar uppsprettur orku á borð við vindorku, sjávarfallaorku og vatnsorku má sækja til hafsins. Vindmyllur á hafi úti (þar á meðal fljótandi) eru sífellt algengari. Að mati Alþjóða orkumálastofnunarinnar  (Offshore Wind Outlook 2019)  getur vindorka fullnægt átján sinnum þeirri eftirspurn sem er eftir rafmagni í heiminum í dag. Ekki má gleyma því að vindorkan þarf á sérhæfðu starfsliði að halda og skapar þannig störf.

Vindorkuver á hafi úti eru eitt dæmi um ágóðann af bláa hagkerfinu. Þá má nefna hafeldi fiskjar, öldu- og sjávarfalla-orkuver, námavinnslu á hafsbotni og bláa líftækni. Þar kennir ýmissra grasa svo sem skelfisk-, bakteríu og þörungarækt í þágu læknavísinda og orkuframleiðslu. Þá eru vaxtarmöguleikar í hefðbundnum greinum á borð við rekstur skipa og ferðamennsku sem hafa vaxtarmöguleika innan græna geirans þökk sé nýrri tækni.

Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa þróað langtíma stefnumótun. Hún miðar að því að greiða fyrir sjálfbærri nýtingu sjávar. Hrinda ber í framkvæmd loftslagsvænum og blu hagkerfi í þágu allra sem minnka fótspor mannsins.  Sum ríki hafa einnig nú þegar hrint í framkvæmd stefnumálum og stefnumótun sem styðjur grunnhugmyndir Bláa hagkerfisins. Á meðal þeirra eru Danmörk og Noregur sem hafa beint sjónum sínum að skipaflota sínum.

Noregur: græn siglinga áætlun

Norskir gámaflutningar. Mynd: Erik Odiin/Unsplash

Að mati Evrópusambandsins má rekja 13%  allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í samgöngugeiranum til siglinga.  Noregur hefur skuldbundið sig til að að minnka losun sína um 40% fyrir 2030, miðað við upphafspunkt 1990. Norski skipaflotinn á að ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050.

Þessi markmið eru gundvöllur grænnar áætlunar fyrir skipaflotann (The Green Shipping Programme),en í henni felst að leita ber lausna fyrir sjálfbærar og skilvirkar siglingar. Áætlunin er samvinnuverkefni yfirvalda og einkageirans og er vonast til að hún leysi úr læðingi hraðari hagvöxt, aukna samkeppni, sköpun nýrra starfa og vitaskuld minni losun.

Áætlunin byggir á rannsóknum og verkefnum sem eru þýðingarmikil í grænvæðingu flotans. Kynnt hafa verið til sögunnar um 20 stórverkefni, þar á meðal þróun grænna hafna og olíuskipa sem ganga fyrir gasi. Sjö eru þegar komin á koppinn eða við það að hefja göngu sína.

 Danmörk: á átt til núllsins

Danir hafa eins og Norðmenn stigið skref til að gera skipaflota sinn grænni og sjálfbærari með áætlun sem ber nafnið “Í átt til núllsins” (Towards Zero). Skipaflutningar eru á meðal stærstu atvinnugreinum í Danmörku og uppspretta gjaldeyrisöflunar. Dönsk skipafélög og samtök vinnuveitenda og launþega í greininni hafa ýtt úr vör áætluninni sem miðar að því að skipaflotinn nái kolefnisjafnvægi fyrir 2050.

Í þessu verkefni er stefnt að þvi að hraða umskiptum yfir í grænar siglingar miðað við þau markmið (“Fit for 55”) sem sett hafa verið af Aljóða siglingamálstofnuinni IMO.

 Stuðningur við umskiptin yfir í bláa hagkerfið

Þótt mörg ríki vinni að umskiptum með græn markmið í huga, eru mörg ljón í veginum. Efnt hefur verið til alþjóðlegra ráðstefna til að vinna málstaðnum fylgi og skilgreina málefni. Má nefna ráðstefnu vikuritsins Economist í mars 2022 (World Ocean Summit), og ráðstefnu Evrópusambandsins í Brest í febrúar 2022. Síðast en ekki síst verður þetta málefni í brennidepli á Hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Lissabon í Portúgal í lok júní á þessu ári.

Ítarefni:

Heismarkmið 14: Líf í vatni.

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um eflingu sjálfbærs hagkerfis í hafinu

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um möguleika bláa hagkerfisins í litlum þróunar-eyríkjum.