Hundrað dagar þar til Hafráðstefna SÞ hefst í Lissabon

0
605
Mynd: Renee Capozzola/Bandaríkjunum. Úr samkeppni alþjóðlega dags hafsins 2020.

Hundrað dagar eru nú þar til ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni hafsins hefst í Lissabon, höfuðborg Portúgals. Hún er haldin á afar mikilvægu augnabliki þegar ríki heims eru að takast á við djúpstæðan vanda sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur afhjúpað.

Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna ( UN Ocean Conference) hefst 27.júní og stendur til 1.júlí. Þar gefst færi á að fylkja liði og stofna til samstarfs og auka fjárfestingar í aðgerðum byggðum á vísindalegri þekkingu.

„Lausnir til að endurreisa heilbrigði sjávar eru til. En allir verða að leggjast á eitt, hvort heldur sem er oddvitar veraldar eða  maðurinn á götunni,“ segir Peter Thomson sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um málefni hafsins.

Bústaður 80% alls lífs á jörðinni

Hafið þekur 70% yfirborðs jarðarinnar, það er stærta lífhvolf plánetunnar og hýsir allt að 80% alls lífs í heiminum. Í hafinu þrífst óendanlegur fjölbreytni lífríkisins og það er uppspretta fæðu, atvinnu, steinefna og orku, sem nauðsynleg eru til að líf á plánetunni þrífist og dafni.

Aukning losunar koltvísýrings hefur valdið súrnun hafsins, dregið úr getu þess til að vera undirstaða lífs hvort heldur sem er neðansjávar eða á landi. Að auki er plastúrgangur að kyrkja hafið.

Mynd: Hannes Kolstermann/Þýskalandi. Úr samkeppni alþjóðlega dags hafsins 2020.

Meir en helmingur sjávarlífvera rambar á barmi útrýmingar fyrir 2100 ef svo heldur fram sem horfir.

Markmið Hafráðstefnunnar er að tvífefla aðgerðir í þágu hafsins sem byggjast á vísindum og nýsköpun í því skyni að hrinda í framkvæmd ákvæðum Markmiðs númer fjórtán innan Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.

Hafið stillir af loftslagið

Mynd: Pawel Zygmunt/Póllandi. Úr samkeppni alþjóðlega dags hafsins 2020.

Þær lausnir sem bent er á til að stýra nýtingu sjávar, fela í sér græna tækni og nýsköpun í nýtingu auðlinda hafsins. Þörf krefur líka að takast á við þá þætti sem grafa undan heilbrigði, vistkerfi, hagkerfi og stjórnun hafsins. Þár má nefna súrnun sjávar, úrgang og mengun, ólögleglar-, óskráðar- og stjórnlausar fiskveiðar auk ágangs á búsvæði dýra og jurta og minnkandi líffræðilega fjölbreytni.

Sérstaki erindrekinn Peter Homson í góðum félagsskap.

Í hvert skipti sem við drögum andann, tengjumst við hafinu. Hafið sér okkur fyrir súrefni, og sér okkur fyrir fæðu og lífsviðurværi. Það tryggir stöðugleika í loftslaginu og fangar stóran hluta þess hita sem lokast inni í lofthjúpnum. Milljarðar manna, dýra og jurta tryggja á heilbrigt haf.

„Þegar við verndum hafið, þá verndar hafið okkur,“ segir sérstaki erindrekinn Peter Thomson, „En hafið er í vanda statt. Ég hvet ríkisstjórnir, atvinnuvegi og borgaralegt samfélag til að taka höndum saman og grípa til aðgerðar til að snúa við þeirra afturför sem orðið hefur, þegar heilbrigði hafsins er annars vegar.“