Blaðamennska eftir Charlie

0
457

Journalism UNESCO-en 1

15. janúar 2015. UNESCO, Mennta-, vísinda-, og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gengist fyrir degi umhugsunar um fjölmiðlafrelsi í kjölfar árásarinnar á blaðið Charlie Hebdo.
Málefni fjölmiðla eru í verkahring UNESCO en höfuðstöðvar samtakanna eru í París.

Árásin á Charlie Hebdo var árás á tjáningarfrelsið…en blaðamenn eru í fylkingarbrjósti þess,” sagði Irina Bokova, forstjóri UNESCO þegar hann fylgdi umræðunum úr hlaði. Frummælandi var franski skopmyndateiknarinn Plantu. Fulltrúar aðildarríkja samtakanna, álitsgjafar, blaðamenn og nemar í blaðamennsku tóku þátt í umræðunum.

 

Bokova gerði að umræðuefni hve margir blaðamenn væru vegnir við störf sín. Fjöldinn er gríðarlegur. Blaðamaður er drepinn fyrir að vinna vinnuna sína í hverri einustu viki, einu sinni á sjö daga fresti. Í níu skipti af hverjum degi sætir enginn ábyrgð fyrir morðin. Þetta er óþolandi,” sagði forstjóri UNESCO.

  UNESCO ber að standa vörð um tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi og við rísum upp í hvert skipti sem blaðamaður er myrtur og krefjumst þess að morðingjar séu dregnir fyrir dóm,” sagði hún. Á málþingi UNESC var rætt um öryggi blaðamanna og hlutverk fjölmiðla í að efla umræður, greiða fyrir samræðu og brúa bil á milli ólíkra sjónarmiða.