Bólusetningar hafa bjargað hálfri milljón Evrópubúa 60+

0
92
Bólusetning við COVID-19
Mynd: National Cancer Institute/Unsplash

Ný rannsókn bendir til að bólusetningar hafi bjargað lífi 470 þúsund manna í Evrópu. Hér er um að ræða fólk yfir sextugt í þrjátíu og þremur ríkjum í Evrópu-umdæmi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Þessi tala inniheldur ekki þá sem eru yngri en 60 ára og tekur ekki heldur tillit til óbeinna áhrifa af því að smithætta minnkar eftir því sem fleiri eru bólusettir.

Bólusefni undur læknavísinda

Þetta er niðurstaða rannsóknar Evrópuskristofu WHO og Evrópumiðstöðvar um smitvarnir og stjórnun (ECDC) og birtist í gær í Eurosurveillance.

COVID-19, Norðurlönd
Hans Kluge forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.. Mynd: WHO

Dr Hans Kluge forstjóri Evrópusrkifstofu WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segir að dauðsföll af völdum COVID-19 hafi verið skelfileg, „en við getum nú fullyrt án nokkurs vafa að án bólusetninga við COVID-19 hefðu miklu fleiri látist.“

COVID-19 bóluefni eru undur nútíma-læknavísinda. Þessi rannsókn sýnir að þau eru að skila því sem vænst var af þeim, það er að segja að bjarga mannslífum; að veita verulega vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða,“ sagði Kluge.

Tvisvar fleiri án bólusetningar

Í sumum ríkjum hefðu dauðsföll verið tvisvar sinnum fleiri án bólusetninga. Kluge segir að því sé sérstaklega mikilvægt að ná því marki eins fljótt og auðið er að veita áhættuhópum eins mikla vörn og auðið er. Af þeim sökum verði þau ríki þar sem bólusetningarhlutfall er lágt að leggja áherslu á þá sem eru í mestri hættu.

Bólusetningar COVID-19
Mynd: National Cancer Institute/Unsplash

„Bólusetningum verða svo fylgja margs konar forvarnaaðgerðir til að halda smiti niðri og samfélaginu opnu,“ sagði Kluge.

Frá desember 2019 hafa 1.5 milljón dauðsfalla af völdum COVID-19 verið staðfest í þeim ríkjum sem heyra undir Evrópuskrifstofu WHO. 90.2% hinna látnu eru sextugir eða eldri.

 Aðferðafræði

Sérfræðingar WHO og ECDC beittu þeirri aðferð í rannsókn sinni að kanna fyrst hve margir í aldurshópnum 60 eða eldri létust að jafnaði og bera síðan þá tölu saman við fjölda látinna í sama hópi frá desember 2020 til nóvember 2021.