Næsta skref er að vinna bólusetningum fylgi

0
910
Bólusetning
Mynd: CDC / Unsplash

Bóluefni við COVID-19 eru nú loksins innan seilingar. Fyrsta bólusetningin var í Bretlandi í dag og fleira en eitt bóluefni er á leið á markað. Í dag var skýrt frá því að 92% Íslendinga væru fúsir til að láta bólusetja sig. 

Þetta eru sannarlega góðar fréttir í lok þessa árs sem minnst verður fyrir heimsfaraldurinn. Hins vetar kann bólusetningafælni að verða stærsta hindrunin í vegi fyrir hjarðónæmi.

Bóluefni
Daniel Schludi/Unsplash

Bólusetning heilu þjóðanna er vitaskuld risavaxið verkefni. Þar fyrir utan eru bólefnin ný af nálinni. Þau munu aðeins virka að einhverjum leyti í óvisst langan tíma. Vel kann að era að upp komi erfiðleikar sem með réttu eða röngu verði tengdir við nýju bóluefnin.

Þar sem bóluefnið verður í fyrstu af skonrum skammti verða til dæmis heilbrigðisstarfsmenn og eldra fólk í forgangi.

Þegar á líður bætast fleiri hópar við og bólusetningar ná til hópa sem venjulega eru reynt að ná til bæði innan landamæra ríkja og í ríkjum sem slíkt viðgengst ekki að ráði.

Mismikið fylgi við bólusetningar

En rannsóknir sýna að það sé ekki nóg að gefa upplýsingar um bólusetningar til þess að hvetja til bólusetninga.

Í sumum ríkjum eru langflestir jákvæðir gagnvart bólusetningum. Danir eru eins og Íslandingar jákvæðir en 80% Dana eru samkvæmt skoðanakönnun fúsir til bólusetningar. Handan Eyrarsundsins er mun meiri andstaða. Virðist fjórðungur til þriðjungur ófús en helmingur reiðubúinn til þess. Er þetta rakið til bólusetninga við svínaflensu 2009. 60% Svía lét bólusetja sig sem var mjög hátt hlutfall. Margir fengu aukaverkanir og hundruð svokallaða drómasýki.

Til þess að hjarðónæmi skapist þurfa 60-70% íbúa að vera bólusettir. Í stórum Evrópuríkjum segjast rúmur helmingur til nærri 70% ætla að láta bólusetja sig við fyrsta tækiæfir. Hlutföllin eru 54% í Frakklandi, 64% á Spáni, 65% á Ítalíu og 69% í Þýskalandi. Og í Bandaríkjunum sem hafa orðið illa úti af völdum veirunnar eru allt að 40% ófúsir að láta bólusetja sig.

Félagslegir áhrifavaldar

Alnæmisdagurinn
Mynd Þorkell Þorkelsson

Tækniráðgjafarhópur Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem fjallar um hegðun og heilbrigðisvísindi hefur birt ráðgefandi  skýrslu. Þar er kafað ofan í hvað veldur því að fólk lætur bólusetja sig eða snýst gegn því. Þar eru jákvætt eða neikvætt umhverfi, félagslegir áhrifavaldar og örvun á meða. Hópurinn mælir með því að taka þessa þætt með í reikningnn til að hvetja alla til þess að samþykkja bólusetningu og láta bólusetja sig.

Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að bólusetning sé auðvelt, fljótleg og ódýr.  Tregða, fælni og jafnvel andstpyrna kunna að eiga rætur að rekja til óhagræðis við bólusetningu, stað eða tíma eða gæði upplifunarinnar.

Þessu ber að fylgja skýr skilaboð frá traustum aðilum sem sýna fram á að bólusetning sé þýðingarmmikil, ábatasöm, fljótleg, auðveld og kostnaðarlítil.

Í öðru lagi ber að virkja félagslega áhrifavalda, þar á meðal máttarstólpa samfélagsins. Einnig má eð “sýna” bólusetningu með því að koma upp aðstöðu til slíks  á fjölförnum stöðum. Þá ber að hvetja til þess að fólk segi frá því að það hafi verið bólusett á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og hvert fyrir sig. Slíkt getur stuðlað að því að skapa sátt.

Í þriðja lagi er þörf á því að örva hvern og einn með samtali og samskiptum um óvissu og áhættu, jafnt sem öryggi og ávinning af bólusetningu.

Tregða

Bólusetning
Kristine Wook/Unsplash

Tregða sumra má rekja til þess að þeir telji litlar líkur á að þeir smitist. Aðrir kunna að óttast öryggi bóluefnisins. Enn aðrir kunna að vera tregir vegna trúarlegra gilda eða vantrúar á heilbrigðiskerfinu.

Heimsfaraldrinum hefur fylgt flóð upplýsingar – réttra sem rangra. Til þess að mæta þessu er þýðingarmikið er að rækta trúverðugar uppsprettur upplýsinga, staðreyna og kveða villandi upplýsingar í kútinn á til þess gerðum vettvangi.

Það kann að ýta undir bólusetningarfælni og jafnvel andúð að bólusetningar við COVID-19 kunna að vera ekki fyllilega skilvirkar. Af þeim sökum verður enn þörf fyrir að virða bil á milli fólks og bregða upp grímu, eftir að bólusetningar hefjast.

Trúverðug skilaboð

Afar þýðingarmikið er að byggja upp traust á COVID-19 bólusetningum áður en fólk hefur myndað sér skoðun gegn þeim.

Þörf krefur að koma á framfæri trúverðugum skilaboðum til þess að hjálpa fólki til að sigla í gegnum upplýsingaflóðið um COVID-19. Hafa ber gegnsæi í heiðri og að stýra væntingum. Takast verður á við óvissu, áhættu og fáanleika bóluefnis með boðskiptum sem eru samkvæm sjálfum sér, hluttekningarsöm, gegnsæ og virk. Með þessum hætti verður vonandi unnt að skapa traust og fjölga þeim sem láta bólusetja sig um leið og bóluefni verður fáanlegt.