Borgir í sátt og samlyndi

0
542

  Þema Alþjóðlega búsetu dagsins að þessu sinni er “borgir í sátt og samlyndi." Alþjóðlegi búsetudagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta mánudag í október ár hvert.

 “Á þessum degi hugsum við um borgir og hvar og hvernig við búum,” segir UN Habitat, Búsetustofnun Sameinuðu þjóðanna.

 

Sérfræðingar segja að meir en helmingur íbúa heimsins búi í borgum og marga skorti helstu lífsnauðsynjar, þar á meðal lágmarks hreinlæti. “Í ár beinum við sjónum okkar að því að lifa í sátt og samlyndi í borgum á Alþjóðlega búsetudaginn; hvernig ríkir og fátækir, ungir og gamlir geta lifað saman betra lífi vinsamlegri og hreinni borgum,”segir Anna Tibaijuka, forstjóri UN HABITAT.

 

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bendir á í ávarpi sínu í tilefni dagsins mörg af brýnustu vandamálum heims; svo sem fátækt, náttúruhamfarir, hækkandi matar- og eldsneytisverð tengist að verulegu leyti sívaxandi þéttbýlismyndun.

 

Fátækrahverfi á Haítí.

 

Rétt rúmlega þriðjungur borgarbúa í þróunarríkjum bjuggu í fátækrahverfum árið 2005. Í Afríku sunnan Sahara er hlutfallið yfir 60 prósent sem kallar á aðgerðir til að auka aðgang að drykkjarvatni, hreinlæti, varanlegu húsnæði og fullnægjandi lífsrými. “En jafnvel í þessum heimshluta og annars staðar þar sem ástandið er mjög alvarlegt, er hægt að lyfta Grettistaki með lítt kostnaðarsömum aðgerðum,” segir framkvæmdastjórinn.

 

Í Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um þróun er stefnt að því að bæta lífsgæði að minnsta kosti 100 milljóna íbúa fátækrahverfa fyrir árið 2020.