Grænni og vænni borgir betri fyrir loftslagið og heilsuna

0
850
Grænni borgir
Loftmynd af þéttbýlissvæði. Mynd: Lennart Johansson (Stockholms stad)

Fjölmargar borgir um allan heim vinna að því að vera í meiri sátt við náttúruna. Í skipulagi borgarhverfa er hægt að nýta svæði með meðvituðum hætti til að varðveita og efla fjölbreytni lífríkisins.

Norðurlönd standa sig almennt vel í því að bjóða íbúum upp á græn svæði. Það er þannig ánægjulegt að í Reykjavík eru fleiri fermetrar grænna svæða á íbúa en í nokkurri annari borg í heiminum. Gautaborg er í fjórða sæti á lista sem hollensk ferðaþjónustufyrirtæki vann upp úr opinbergum gögnum.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gerði þetta að umtalsefni á fundi borgarstjóra í heiminum (C40). Þar lét hann þau orð falla  að „borgirnar séu sá vígvöllur þar sem orrustan um loftslagið vinnist eða tapist.”

Stundum er betra að rækta garðinn sinn frekar en leita að grænna grasi annars staðar.

Dæmi frá Norðurlöndum

Grænar borgir
Mynd: La Citta Vita o- flickr

Góð dæmi um þetta má finna í Svíþjóð. Í borgarskipulagi Stokkhólms er kerfi þar sem áhrif á fjölbreytni lífríkisins, loftslagsaðlögun auk félags- og fagurfræðilegra þátta er gert hátt undir höfði í skipulagi.

Loftslagsspár fyrir Stokkhólm og nágrenni benda til aukinnar úrkomu, hærra hitastigs, ofsafengnari hitabylgja og þurrara sumarveðurs. Af þessum sökum er ýtt undir gróður sem hefur temprandi áhrif á hitastig. Einnig er gert ráð fyrir varnarmannvirkjum til að verjast  vatnavöxtum í skipulagi konunglega hafnarhverfisins.

Grænni borgir
Mynd: Maria Ekling – flickr

Í Malmö var grænna svæða-stuðull notaður til að hvetja til þess að fjöga grænum svæðum. Með þessu gátu borgaryfirvöld komið upp hvatakerfi þar sem umbunað var fyrir trjárækt eða fyrir að dýravænt umhverfi. Þetta gekk þó ekki alltaf. Annika Kruuse, fyrrverandi verkefnisstjóri Malmö-borgar skrifaði  skýrslu  fyrir Evrópusambandið. Þar er gagnrýnt að þetta kerfi hafi verið einfaldað um of og látið viðgangast að því væri ekki framfylgt til að draga úr kostnaði

Grænni borgir stuðla að betri heilsu íbúanna. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að græn svæði í borgum dragi úr stressi og skaðlegri mengun. „Græn svæði stuðla að því að lækka hitastig í borgum. Þau ýta undir aukna hreyfingu borgarbúa, auka félagsleg tengsl og bæta geðheilsu,“ segir í skýrslu WHO.

Ný þéttbýlisstefna

Grænar borgir
Mynd: Photo by CHUTTERSNAP / Unsplash

 UN-HABITAT, Búsetustofnun Sameinuðu þjóðanna tók saman skýrslu um borgir heimsins 2020 World Cities Report 2020. Þar segir að sjálfbærni borga sé og ætti að vera þáttur í að stuðla að vellíðan allra. Ný þéttbýlisstefna UN-HABITAT’s New Urban Agenda er rammaáætlun um hvernig byggja má upp borgir. Þar er gert ráð fyrir að þær séu miðstöðvar félagslegrar velmegunar en hlúi á sama tíma að umhverfinu.  Helstu efnisþættir þéttbýlisstefnunnar er að leiðbeina borgum í stefnumótun, skipulagi og hönnun. 56% heimsbyggðarinnar býr í borgum sem þekja aðeins 3% af yfirborði jarðar. Í borgum er 60-80% orkunotkunar og 75% losunar kolefnis.

Talið er 2.5 milljarðar bætist í hóp borgarbúa fram að 2050. Það gefur því augaleið að ríkisstjórnum hvarvetna ber að viðurkenna gríðarlegt mikilvægi borga við að hrinda í framkvæmd Heimsmarkmiðunum um Sjálfbæra þróun og loftslagssamningum að ekki sé minnst á Nýju þéttbýlisstefnuna.