Bregðist ekki málstaði friðar

0
510
Úkraína
Mynd: Eugene / Unsplash

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skoraði á Vesturlönd og Rússland að leita friðsamlegra leiða til að leysa Úkraínudeiluna.

„Í stuttu máli er boðskapur minn eftirfarandi: Bregðist ekki málstaði friðar,“ sagði Guterres eftir óformlegan fund með fastafulltrúum aðildarríkja Öryggisráðsins. Þar hafa Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína fast sæti.

„Ég hef þungar áhyggjur af aukinni spennu og bollaleggingum um vopnuð átök i Evrópu sagði Guterres. Hann ræddi einnig við utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu. Hann sagði að ef átök tækju við að viðræðum, væri ekki verið að stíga yfir línu, heldur aka fram af hengiflugi.

Þjáningar og eyðilegging

Hann sagði að slikt myndi hafa í för með sér ómældar þjáningar og eyðileggingu.

„Ég fagna hrinu diplómatískra samskipta, þar á meðal oddvita ríkja,“ sagði Guterres. „En það er ekki nóg og ég ætlast til þess að allir skerpi á viðleitni sinni. „Öll málefni, jafnvel hin erfiðustu, er hægt að leysa innan ramma diplómatískra samskipta. Það er trú mín að slíkt verði raunin.“

Sá grein Guterres um endurnýjun alþjóðlegra stjórnarhátta hér.