Brúum stafræna kynjabilið

0
626

Bil hefur myndast á milli kynjanna þegar netnnotkun er annars vegar. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að bilið verði brúað á Alþjóðlegum degi stúlkubarnsins 11.október.

Á heimsvísu hefur bilið verið að breikka. Það var 11% árið 2013 en var orðið 17% árið 2019. Munurinn er mun meiri í minnst þróuðu ríkjum heims eða 43%.

2.2 milljarðar ungs fólks undir 25 ára aldri hafa ekki netaðgang heima hjá sér og kemur það harðar niður á stúlkum en drengjum.

Á heimsvísu er hlutfall stúlkna í svokölluðum STEM greinum (vísindum, tækni, verkfræðin og stærðfræði) 15% eða minna, í tveimur þriðju hlutum ríkja.

Og í mið- og hátekjuríkjum bjuggust aðeins 14% þeirra stúlkna sem skáru fram úr í vísindum og stærðfræði, við því að helga sig þeim greinum en 26% drengja.

“Stúlkur í dag eru hluti af stafrænni kynslóð,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi stúlkubarnsins 11.október.

“Það er skylda okkar að ganga til liðs við þær í öllum sínum fjölbreytileika; auka áhrif þeirra í ákvarðanatöku í stafrænum hemi og ryðju burt hindrunum á stafrænum vettvangi.”

Alþjóðlegur dagur kennara
Mynd: Giovanni Gagliardi, Unsplash

Aðalframkvæmdastjórinn bindur vonir við alþjóðlegt samstarf um jafnrétti kynjanna í tækni og nýsköpun. (The Generation Equality Action Coalition on Technology and Innovation)

“Fjárfestingar sem miða að því að brúa stafræna kynjabilið geta skilað miklum arði. Sameinuðu þjóðirnar eru staðráðnar í því að vinna með stúlkum með það fyrir augum að þessi kynslóð stúlkna, hverjar sem þær eru og hverjar sem aðstæður þeirra eru, geti  notið hæfileika sinna,” segir Guterres.

Ljóst er að lyfta þarf grettistaki, ekki aðeins á stafræna sviðinu, því fjórða hver stúlka í heiminum á aldrinum 15 til 19 ára situr hvorki á skólabekk, er í starfi né þjálfun. Sambærileg tala fyrir drengi er tíu prósent.