Konur aðeins 20% nemenda í rafmagns- og tölvuverkfræði

0
735
Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn
Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn

Konur voru aðeins fimmtungur skráðra nemenda í rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands árið 2019.  Hlutfallið í iðnaðar- og vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild var tæplega 30%.

Þetta kemur fram í upplýsingum sem vefsíða UNRIC aflaði sér hjá Háskóla Íslands en nýrri tölur liggja ekki fyrir. Í dag, 11.febrúar, er Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum.

Litlar líkur virðast vera á því að konum fjölgi í þessum deildum í bráð. Hlutfall kvenna lækkaði úr um 35% 2008 í 30% 2019 í iðnaðar- og vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Hlutfall kvenna í rafmagns- og tölvuverkfræðideild hækkaði úr 17.5% í um 20% 2019. Þess bera að gera að konur voru þarna næstum því í útrýmingarhættu því hlutfallið var aðeins 6.5% árið 2013.

Hins vegar hefur hlutfall kvenna í umhverfis- og byggingaverkfræðideild hækkað umtalsvert. 2008 voru konur um 34% en voru 53% 2019.

Konur eru um 40% þeirra sem innrituðust í raunvísindadeild, en aftur á móti nærri 70% í líf- og umhverfisvísindadeild og vel yfir 60% í jarðvísindadeild.

Í dag er Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum, sjá nánar hér.