Chagas: þögli sjúkdómurinn

0
180
Alþjóðlegur dagur Chagas-sjúkdómsins.
Alþjóðlegur dagur Chagas-sjúkdómsins. Mynd: CDC/ Wikimedia Commons

Alþjóðlegur dagur Chagas-sjúkdómsins. Chagas-sjúkdómurinn herjar fyrst og fremst á fátækt fólk í Suður-Ameríku, sem hefur lítinn aðgang að heilbrigðisþjónustu og enn minni pólitísk áhrif. Þetta kann að vera helsta ástæða þess hve lítt þekktur þessi sjúkdómur er.  Þróunin í heiminum hefur hins vegar orðið þess valdandi að óttast er að hann breiðist út til fleiri heimshluta. Alþjóðlegur dagur Chagas-sjúkdómsins er haldinn 14.apríl til að vekja fólk til vitundar um þessa hættu.

Alþjóðlegur dagur Chagas-sjúkdómsins
Óttast er að Chagas breiðist út frá Suður-Ameríku.

 Brasilíski læknirinn Carlos Chagas greindi sjúkdóminn fyrst árið 1909 og er hann nefndur eftir honum. Sjúkdómurinn þróast hægt og oft án einkenna. Chagal-sjúkdómurinn hefur stundum verið nefndur „þögli sjúkdómurinn“.  Án meðferðar getur hann valdið alvarlegum hjartasjúkdómum og meltingarkvillum sem leitt geta sjúklinga til dauða.

Orsök og útbreiðsla

Alþjóðlegur dagur Chagas-sjúkdómsins
Sníkjudýr valda Chagas-sjúkdóminum.

Sníkjudýr sem nefnist Trypanosoma cruzi eða „vampíru-sníkjudýr“ valda Chagas-sjúkdóminum. Hann berst til manna með biti tiltekinna skordýra.  Sníkjudýrin búa aðallega í Suður-Ameríku en færast sífellt norðar á bóginn sökum loftslagsbreytinga og til annara meginlanda þökk sé auknum alþjóðlegum ferðalögum.

 Forvarnir

 Til að koma í veg fyrir smit þarf annað hvort að forðast að vera í návígi við sníkjudýrin eða útrýma þeim.  Einnig er brýnt að skanna blóð, blóðefni og líffæri fyrir blóðgjöf og líffæraígræðslu, auk prófa, sérstaklega kvenna á barneignaaldri.

Meðferð

Alþjóðlegur dagur Chagas-sjúkdómsins
Alþjóðlegur dagur Chagas-sjúkdómsins

Meðferð getur verið flókið ferli, þótt hægt sé að lækna sjúkdóminn á frumstigi með lyfjagjöf. Hins vegar fylgir það hinu „þögla” eðli hans að hann uppgötvast oft ekki fyrr en á síðari stigum. Hér má fræðast nánar um slíka meðferð.   Talið er að aðeins 1% tilfella sjúkdómsins greinist.

Sjá nánar hér og hér.