Að uppræta hitabeltissjúkdóma

0
620

75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin skar upp herör árið 2006 gegn ýmsum hitabeltissjúkdómum.

Margir þeirra höfðu ekki fengið næga athygli fram að þvi þótt þeir væru skaðvænlegir lífi og heilsu fátæks fólks.

Einn af þessum sjúkdómum var svefnsýki. Hún breiðist út með biti tsetse-flugunnar. Svefnsýki hefur í för með sér hita, höfuðverki, verki í liðamótum og kláða. Á síðari situm veldur hún sjúklingum örvinglan, og svefntruflunum. Hún getur leitt til dauða.

Sanofi-aventis hefur gefið andivrði fimm milljóna Banaríkjadala til að þróa lyf. Að auki 20 milljónir dala til að ná tökum á öðrum hitabeltissjúkdómum.  Á meðal þeirra eru leishmaniasis húðsjúkdómur sem veldur ljótum örum á líkama sjúklinga.  Einnig Chagas-veiki svo eitthvað sé nefnt.

Þessir sjúkdómar eru á meðal þeirra sjúkdóma sem minnst hefur verið sinnt af læknavísindunum í heiminum