CO2 losun frá byggingum hefur aldrei verið meiri

0
370
Byggingar losun COP27
Mynd: Zia Syed / Unsplash

COP27. Loftslagsmál. Þrátt yfir auknar fjárfestingar í orkusparnaði og minni orkunotkun, hefur losun koltvísýrings og orkunotkun bygginga og byggingaiðnaðarins aldrei verið meiri í heiminum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu.

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) kynnti í dag á COP27, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árskýrslu um þennan málaflokk (2022 Global Status Report for Buildings and Construction). Þar kemur fram að 34% allrar eftirspurnar eftir orku og 37% orkutengdar losun CO2 hafi mátt rekja til þessa geira árið 2021.

Alls er hér um að ræða 10 gígatonna CO2-gildi. Það er 5% aukning frá árinu 2020 og 2% meira en áður en heimsfaraldurinn skall á 2019.

Umtalsverð losun bygginga

„Varað hefur verið við áhrifum loftslagsbreytinga svo árum skiptir og nú eru þær að birtast okkur í raunveruleikanum,“ segir Inger Andersen forstjóri UNEP. „Ef við skerum ekki nú þegar niður losun í samræmi við Parísar-sáttmálann erum við í miklum vandræðum.“

 Byggingar losun COP27
Mynd: Sean Pollock/Unsplash

„Byggingageirinn stendur fyri 40% eftirspurnar eftir orku í Evrópu og 80% af jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er brýnt að grípa til tafarlausra aðgerða í þessum geira. Fjárfestingum og stefnumótun ber að miða að orkuöryggi til lengri og skemmri tíma.“

Markmið um að gera bygginagerirann kolefnissnauðann fyrir 2050 er þýðingarmikill í þessu sambandi. Það þarf að bæta orkunýtingu, minnka kolefnisfótspor byggingarefnis og auka fjárfestingu í orkusparnaði.

Sjá nánar hér.