UNEP: Engin trúverðug leið til að ná 1.5°C markinu

0
378
UNEP skýrsla

Loftslagsbreytingar. Alþjóða samfélagið mun ekki ná að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar og engin trúverðug leið er til að ná því takmarki að hlýnun jarðar haldist innan við 1.5°C.  Kerfisbundinnar umbreytingar er þörf til þess að hægt sé að forðast loftslagshamfarir.

 Þetta er niðurstaða nýrrar árlegrar skýrslu UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er birt yfirlit um hve búist er við að útblástur gróðurhúsalofttegunda verði mikill 2030 og hve mikill losunin má vera til að hægt sé að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.

Markmið COP26 duga skammt

Skýrsla UNEP
Skýrsla UNEP

Í skýrslunni er sýnt fram á að uppfærð landsmarkmið frá Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, hafi lítil áhrif á spár um losun koltvísýrings 2030. Þar með sé langt í land með að ákvæðum Parísarsamningins um að halda hlýnun jarðar inna við 2°C, og helst 1.5°C verði náð. Ef ekki kemur til stefnubreyting má búast við að hlýnunin verði orðin 2.8°C við aldarlok.

Í skýrslunni segir að ekkert annað en algjör umbreyting þvert á öll kerfi, geti tryggt þann gríðarmikla niðurskurð sem nauðsynlegur er til að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Þörf er á 45% niðurskurði miðað við núverandi stefnumótun til að ná 1.5°C markinu og 30% til að að halda hlýnunin innan við  2°C.

Sjá skýrsluna í heild hér.