COP27 – horft um öxl

0
341
COP27
COP27 lýkur 20.nóvember. Mynd: UNClimate

COP27. Loftslagsbreytingar. Þegar COP27 Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi eftir langar og strangar samningaviðræður 20.nóvember var þegar deilt um hvort hún teldist árangurslaus- eða rík.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, var sjálfur beggja blands í yfirlýsingu sinni að fundi loknum.

COP27
Guterres á COP27. Mynd: UNClimate

„Þessi COP ráðstefna steig mikilvægt skref í réttlætisátt. Ég fagna stofnun tjóna og taps-sjóðs og hann komist í gagnið í framhaldinu,“ sagði Guterres.

„Hér er bersýnilega ekki nógu langt gengið, en þetta eru bráðnauðsynlegt pólitísk skilaboð til að endurvekja traust.“

Töp og tjón

COP27
Mynd: UNClimate

Fundi lauk ekki á föstudeginum 18. eins og að var stefnt, heldur var viðræðum haldið áfram fram á sunnudag 20.nóvember. Þá náðist samkomulag, meðal annars um sjóðinn til að bæta tjón og töp af völdum loftslagsbreytinga. Þar á meðal var skuldbinding um að koma á fót fjárhagslegu stuðnings-kerfi ætluðu þeim sem sárast eiga um að binda fyrir næsta COP-fund 2023.

Ánægja ríkti um þetta atriði, en lítill árangur virðist hafa náðst í öðrum mikilvægum málaflokkum. Þar á meðal hefur verið nefnt markmiðið um að draga smám saman úr notkun jarðefnaeldsneyti uns henni er hætt. Sama gildir um orðalag þess markmiðs að halda hlýnun jarðar innan við 1.5 gráðu á Celsius-kvarða miðað við upphaf iðnbyltingar.

Glufa?

COP27
Minni skorður voru settar við notkun jarðefnaeldsneyta en vísindamenn lögðu til. Mynd: UNClimate

Bent er á að enn á að í samkomulagi fundarins sé glufa þegar talað sé um „losunarsnauða“ orku við hlið endurnýjanlegrar. Telja sumir þetta geta orðið skálkaskjól til að réttlæta nýja nýtingu jarðefnaeldsneytis þvert á ráðleggingar Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) og Alþjóða orkumálastofnunarinnar (IEA).

COP27
Endurnýjanleg orka. Mynd: UNCLimagte

„Við þurfum að draga stórlega úr losun nú þegar og á þessu tók COP27 ekki,” sagði Guterrers og hvatti til verulegraa fjárfestinga í endurnýjanlegri orku.

Hann lagði líka áherslu á að nauðsyn krefði að staðið væri við fyrirheit um að láta 100 milljarða Bandaríkjadala renna til þróunarríkja árlega til að fjármagna loftslagsaðgerðir. Þá þyrfti að samþykkja trúverðugan vegvísi um að tvöfalda sjóði ætluðum aðlögun að loftslagsbreytingum.

Sjá einnig hér.