COP27: Norræn ungmenni krefjast aðgerða

0
375
Naja Amanda Lynge Moretro, Finnur Ricart Andrason, Mette Susgaard, Akseli Rouvari og Björn Fondén voru fulltrúar ungmennasamtkanna sem töluðu á COP27.
Naja Amanda Lynge Moretro, Finnur Ricart Andrason, Mette Susgaard, Akseli Rouvari og Björn Fondén voru fulltrúar ungmennasamtkanna sem töluðu á COP27. Mynd: Andreas Omvik.

COP27. Loftslagsbreytingar. Norðurlöndin hafa boðið upp á fimmtíu atriði í norræna básnum á COP27 um margvísleg málefni. Þar á meðal hvernig byggja má upp grænt og vænt að loknum styrjaldarátökum, um fæðukerfi, þýðingu skóga, tengsl loftslags og kynja auk líffræðilegs fjölbreytileika.

Einn helsti viðburðurinn var fundur norrænna æskulýðssamtaka þar sem krafist var loftslagsaðgerða, einkum á þremur sviðum.

Ungmennin afhentu fulltrúum norræna ríkisstjórna á COP27 sameiginlegt ávarp. Fyrirsögn bréfsins er “Framtíðin sem við viljum – kröfur ungs fólks á Norðurlöndum um norrænar loftslagsaðgerðir.“  Fjöldi manns hlýddi á ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fulltrúa Changemaker frá Noregi, grænu æskulýðshreyfingarinnar frá Danmörku, bandalagi finnskra æskulýðsfélaga og Push frá Svíþjóð.

 Þrjú höfuðatriði

„Þessi áratugur skiptir sköpum hvað loftslagsaðgerðir varðar. Við verðum að grípa til skjótra aðgerða, nú þegar. Þess vegna viljum við taka ákvarðanir með ykkur í dag. Þesar aðgerðir munu hafa áhrif á framtíð okkar og barna okkar. Af þeim sökum ber okkur að hafa eitthvað um þær að segja,” segir í sameiginlegu bréfu norrænu samtakanna til stjórnmálamanna á Norðurlöndunum.

Í bréfinu var lögð áhersla á þrjú atriði sem öll eru í brennidpeli á COP27.

  • Að draga smám saman úr notkun og hætt að styrkja notkun jarðefnaeldsneytis.
  • Auka loftslagsstuðning við ríki á suðurhveli og fjármagna mildun áhrifa loftslagsbreytinga, aðlögun að þeim og tjón og töp.
  • Að grípa til aðgerða til að efla alþjóðlega samvinnu og raunverulegar loftslagsaðgerðir.“

„Við erum sammála“

Að lokinni kynningu unga fólksins varð Espen Barth Eide loftslags- og umhverfisráðherra Noregs til andsvara. „Við erum sammála ykkur. Ég tel að framundan séu einstaklega miklvæg verkefni. Á nýlegum fundi norrænu loftslagsráðherranna, var ákveðið að Norðurlönd ætla að vera í fylkingarbrjósti  framvarðasveitar heimsins i loftslagsmálum.

Auk Barth Edie voru ráðherrar annara Norðurlanda viðstaddir; Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra af Íslands hálfu, Hanna Sarkkinen félags- og heilbrigðisráðherra Finnlands, Daniel Westlén ráðuneytisstjóri loftslags- og umhverfisráðuneytis Sviþjóðar og and Iceland’s Minister of Food, Fisheries and Agriculture, Svandís Svavarsdóttir og Elsebeth Søndergård deildarstjóri í danska utanríkisráðuneytinu.

Eftirfarandi undirrituðu bréfið: Changemaker (Noregi), KFUM Global (Noregi), Den Grønne Ungdomsbevægelse (Danmörku), Ungeklimarådet (Danmörku), Spire (Noregi), Ungir Umhverfissinnar (Íslandi), Allianssi (Finnlandi), Dansk Ungdoms Fællesråd (DUF, Danmörku), og Push (Svíþjóð).

Bréf unga fólksins er hér í heild.