Það sem þú þarft að vita um COP27

0
353
Sharm el-Sheik. Mynd:

COP27. Loftslagsbreytingar. COP27, Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í gær í Sharm el-Sheik í Egyptalandi. „Ráðstefnunni ber að beina sjónum að því að hrinda í framkvæmd fyrri samþykktum um hvernig takast á við stærstu áskorun mannkynsins,“ sagði Simon Stiell nýr forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) í opnunarræðu COP27.

„Í dag byrjar nýtt tímabil og við þurfum að gera hlutina öðruvísi. Í París gaf okkur samkomulag, á fundunum í Katowice og Glasgow var gengið frá áætlunum. Í Sharm el-Sheik beinum við kastljósinu að framkvæmd. Þetta er tákn um breytta tíma,“ sagði Stiell.

 Hvað er þetta COP?

COP27
Simon Stiell ávarpar COP27 í gær. Mynd: Momoko Sato/ UNIC Tokyo

COP-ráðstefnurnar eru mikilvægustu loftslagsþing heims á hverju ári.

Árið 1992 var Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (UNFCCC) samþykktur. Þar skuldbundu 197 ríki sig til þess að „takmarka samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu til að hindra hættuleg áhrif mannlegrar virkni á loftslagskerfið.“

Frá því 1994 þegar samningurinn gekk í gildi hafa Sameinuðu þjóðirnar stefnt nánast hverju jarðarríki saman til fundar árlega. COP „Conference of the Parties“ eða þing aðildarríkja samningsins. Á þessu ári er 27.fundurinn af þessu tagi haldinn

Af hverju er COP27 öðru vísi?

COP27
Olíuvinnsla. ©Unsplash/Zbynek Burival

Þegar COP26 var haldinn á síðasta ári voru fimm ár liðin frá því Parísarsamningurinn um loftslagsmál var undirritaður (einni ráðstefnu var slept vegna COVID). Þá var Glasgow loftslagssáttmálinn undirritaður og reynt að blása lífi í svokallað 1.5 gráðu markmið. Þar er visað til þess markmiðs að hlýnun jarðar frá tímum iðnbyltingar aukist ekki um meira en samsvarar hálfa aðra gráðu á Celsius-kvarðann.

Á COP26 samþykktu aðildrríkin að auka aðgerðir sínar fyrir ráðstefnuna á þessu ári. Hins vegar hafa aðeins 24 af 193 ríkjum skilað Sameinuðu þjóðunum uppfærðum landsmarkmiðum um aðgerðir.

Samningaviðræður munu að líkindum snúast um málefni á borð við „töp og tjón“. Þar er um að ræða fjárveitingar til ríkja í framlínu loftslagskreppunnar sem þurfa að glíma daglega við afleiðingar loftslagsbreytinga.

Hver eru stóru málin að þessu sinni?

COP27
Mynd: Kiara Worth/ UNFCCC

1. Mildun: hvernig geta ríki minnkað losun?

Ætlast er til að ríki sýni fram á hvernig þau ætla að hrinda í framkvæmd markmiðum Glasgow loftslagssáttmálans, endurskoða loftslagsáætlanir og taka saman verkáætlun i tengslum við mildun áhrifa loftslagsbreytinga.

2. Aðlögun: hvernig ætla ríki að aðlagast og hjálpa öðrum við slíkt hið sama?

Loftslagsbreytingar eru staðreynd og ríki verða að laga sig að afleiðingunum þeirra til þess að vernda þegna sína. .

Á síðasta ári samþykktu þróuð ríki að tvöfalda hið minnsta fjárframlög til aðlögunar. Margir hlutaðeigandi aðilar hvetja til þess að sú upphæð verði hækkuð og verði jafnhá því sem varið er til mildunar. Þetta mun efalaust verða í brennidepli í Sharm el-Sheikh.

3. Loftslagsfjármögnun: fíllinn sem situr sem fastast í samningaviðræðum

Enn verður loftslagsfjármögnun ofarlega á baugi á COP27. Vafalaust verður töluvert rætt um fyrirheit um 100 milljarða árlega fjárframlög til þróunarríkja sem ekki hefur verið staðið við. Árið 2009 á COP15 fundinum í Kaupmannahöfn skuldbundu auðugu ríkin sig til þessa, en þessu marki hefur ekki verið náð. Sérfræðingar segja mögulegt að fyrirheit verði gefin um að ná takmarkinu 2023 á COP27.

Hvað eru „töp og tjón“?

COP27
Tjón og töp verða í brennidepli á COP27. © UNICEF/Ricardo Franco

Loftslagsbreytingar með sínu ofsafengna veðurfari á borð við öflugari fellibyljum, eyðimerkurmyndun og hækkandi yfirborði sjávar hefur valdið tjóni víða um heim.

Þessi náttúrulegu fyrirbæri hafa magnast vegna aukinnar samþjöppunar gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Iðnríkin bera þar stærsta sök. Þróunarríkin verða harðast fyrir barðinu á þessu og telja sig eiga rétt á skaðabótum.

Danir komust í heimsfréttirnar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þegar Jeppe Kofod utanríkisráðherra tilkynnti að Danmörk fyrst ríkja ætlaði að veita þeim þróunarríkjum sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum loftslasgbreytingar 13 milljóna dala fjárveitingu.

Þetta málefni mun án efa verða til umræðu á  COP27 í Sharm el-Sheikh.

Sjá nánar hér:

Helstu hugtök COP27 hér. 

Síða forsæti Egypta hér. 

Yfirlit COP27 hér.