COP27: Útlit fyrir 2.5°C hlýnun fyrir aldarlok.

0
398
COP27. Ayshka Najib með pensilinn á lofti.
COP27. Ayshka Najib með pensilinn á lofti. Mynd: UN News/Laura Quiñones

COP27. Loftslagsbreytingar. Fyrstu umræður ráðherra á COP27, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi snérust um aðgerðir sem grípa þarf til fyrir 2030. Í umræðunum var hvatt til að hraða og auka loftslagsaðgerðir og loftslagsaðstoð.

COP27. Umræður ráðherra.
COP27. Umræður ráðherra. Mynd: UNClimate

Umræður ráðherranna á COP27 hófust með því að Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna lagði fram svarta skýrslu
þar sem fram kom að langt væri frá því að markmið Parísarsamningsins um hlýnun jarðar myndu halda.

Ófullnægjandi fyrirheit

Skýrslan sýnir að ef núverandi skuldbindingum ríkisstjórnar er hrundið í framkvæmd myndi losun engu að síður aukast um 10.6% fyrir 2030. Það hefði í för með sér að jörðin myndi hlýna um 2.5°C fyrir aldarlok.

„Þetta er samhengið hér á COP27,“ sagði Simon Stiell forstjóri Loftslagsstofnunarinnar. „Heiminum er að takast að sveigja kúrvu losunar gróðurhúsalofttegunda niður á við, en þessi viðleitni er langt frá því fullnægjandi til að 1.5°C markinu verði náð.”

Að mati Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) bæri losun gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki í síðasta lagi fyrir 2025 og minnka um 43% fyrir 2030 til þess að takast mætti að halda hlýnun innan við 1.5°C.

Konur þýðingarmiklar

COP27 Ungmennaskálinn skreyttur.
COP27 Ungmennaskálinn skreyttur. Mynd: UN News/Laura Quiñones

 Á sama tíma og viðræður standa yfir hafa konur og ungt baráttufólk krafist aukinna áhrifa á ferlið.

„Ekkert sem okkur snertir á að gerast án okkar þa´tttöku“ segirAyshka Najib  baráttukona fyrir UNICEF . Hún var í óðaönn að mála litrík listaverk sem hanga uppi á meðan ráðstefnan stendur yfir í ungmennaskálanum.

Að hennar mati hafa konur og ungar stúlkur leitt loftslagsbaráttu um aldir og eigi því rétt á því að láta ekki loka sig úti.

Amina Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanan tekur í sama streng. „Konur og stúlkur gegna lykilhlutverki, eru skilvirkir og öflugir leiðtogar sem takast á við loftslagskreppuna. En þær njóta ekki sannmælis og hafa lítinn aðgang að þjálfun og tækni sem nauðsynleg er til, til þess að aðlagast afleiðingum loftslagsbreytinga,“ segir Amina Mohammed. „Það er einföld og áhrifamikil lausn – að kalla konur og stúlkur til forystu.“