COP27: vika til að ná samkomulagi

0
313
Að venju lætur baráttufólk til sín taka á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Að venju lætur baráttufólk til sín taka á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Mynd: UN Climate Change

COP27. Loftslagsbreytingar. Síðari vika COP27 er hafin með umræðum ráðherra um langtíma loftslagsfjármögnun. Ráðherrar koma í vaxandi mæli í stað embættismanna í síðari viku COP27, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, 14.til 18.nóvember.

Umræður ráðherranna í dag snúast um lykilaatriði á ráðstefnunni loftslagsfjármögnun. Þar verður fjallað um hvaða árangur hefur náðst í að uppfylla fyrirheit ríkra landa um að verja 100 milljörðum Bandaríkjadala á ári í loftslagsstuðning til þróunarríkja. Loforðið sem gefið var á COP15 í Kaupmannahöfn og átti að efna fyrir 2020.

COP27
Mynd: UN Climate Change

Umræðunum er sjónarpað beint á netinu.

Samningamenn á COP27 hafa nú viku til að ná samkomulagi. Ráðstefnunni lýkur samkvæmt áætlun föstudaginn 18.nóvember, en reynslan sýnir að viðræðum lýkur ekki fyrr en daginn eftir.

 Samstöðusamningur um loftslagsbreytingar

Að mati António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er samstöðusamnings á milli ríkra landa og þróunarríkja þörf til að forðast loftslagshamfarir.

„Mannkynið stendur frammi fyrir vali: að vinna saman eða farast ella. Valið stendur á milli sáttmála um loftslags-samstöðu eða sáttmála um sameiginlegt sjálfsmorð,” sagði Guterres við upphafi COP27.

Slíkur sáttmáli fæli í sér að öll ríki legðu enn harðar að sér við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkum löndum og alþjóðlegum fjármálastofnunum bæri að veita hagkerfum á uppleið aðstoð. Með honum væri stefnt að því að binda enda á að ríki væru háð jarðefnaeldsneyti, hætti byggingu orkuvera sem brenna kolum og útvegi öllum sjálfbæra orku.

 Ekkert umburðarlyndi fyrir grænþvotti

COP27
Mynd: UN Climate Change

Sífellt fleiri ríkisstjórnir og aðilar í einkageiranum hafa skuldbundið sig til að takmarka eða binda enda á losun kolefnis. Margar slíkar skuldbindingar standast þó illa skoðun.

Einn af hápunktum COP27 hingað til hefur verið birting skýrslu sérfræðinga um  „grænþvott”.  Að mati sérfræðinga sem skipaðir voru af aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, komast aðilar ekki upp með að lýsa yfir “nettó null” losun og halda áfram að byggja eða fjárfesta í nýrri notkun jarðefnaeldsneytis eða athæfi sem er skaðlegt umhverfinu.

„Það má ekki vera neitt umburðarlyndi fyrir “nettó-núll” grænþvotti,” segir yfirmaður Sameinuðu þjóðanna.

Aðrir hápunktar fyrstu viku COP27

Aðalframkvæmdastjórinn kynnti áætlun 7.nóvember snemmbærar viðvaranir vegna hamfara. Þetta málefni er sérstaklega mikilvæg þegar fleiri flýja loftslagstengdar hamfarir en átök. Stefna Sameinuðu þjóðanna er að allt mannkyn njóti góðs af snemmbærum viðvörunum innan fimm ára.

„Veikburða samfélag hafa enga möguleika á að vita hvort mannskaðaveður er í vændum eða ekki,” sagði Guterres.  „Átta sinnum fleiri dauðsföll eru vegna hamfara í þeim ríkjum sem ekki njóta snemmbærra viðvarana. Áætluninni sem kynnt er í dag er ætlað leiðrétta þennan mun og vernda líf og lífsviðurværi fólks.”

 Tap og tjón

Á öðrum degi COP27 hvöttu leiðtogar til áþreifanlegra aðgerða við aðlögun og tap og tjón sem er eitt umdeildasta mál á dagskrá ráðstefnunnar.

Hingað til hafa aðeins Austurríki, Belgía, Danmörk, Skotland og Þýskaland skuldbundið sig til að greiða fyrir tap og tjón af völdum loftslagsbreytinga.

Nana Akufo-Addo forseti Gana sagði að á sama tíma og Afríka hefði stuðlað minnst allra að loftslagsbreytingum, yrði álfan harðast fyrir barðinu á þeim, ekki síst ungt fólk.

Annað mikilvægt mál var aðgerðaáætlun ríkja sem standa fyrir helmingi þjóðartekna heims um kolefnisnotkun. Ríkisstjórnir þeirra kynntu tólf mánaða áætlun um að draga úr notkun kolefnis í fimm geirum og að draga úr kostnaði við hreina tækni.