Guterres: „Við erum á leið til loftslags-helvítis”.

0
395
COP27
António Guterres ávarpar COP27 í Sharm el-Sheikh.

Cop27. Loftslagsbreytingar. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við því að heimurinn væri á leið til  sameiginlegs sjálfsmorð” ef ekki væri gripið í taumana.

Í ræðu sinni á COP27, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Sharm el-Sheikh í dag sagði Guterres að veröldin ætti í baráttu upp á líf og dauða. Og við erum að tapa.”

„Við erum á leið til loftslags-helvítis og fóturinn er enn á bensíngjöfinni,“ sagði Guterres. „Mannkynið stendur frammi fyrir vali: að vinna saman eða farast ella. Valið stendur á milli sáttmála um loftslags-samstöðu eða sáttmála um sameiginlegt sjálfsmorð.“

 Hann benti á að enn væri magn gróðurshúsalofttegunda að aukast í andrúmsloftinu.

Guterres ávarpar COP27

Guterres sagði að stríðið í Úkraínu hefði haft í för með sér blóbað og ofbeldi sem hefðu gríðarlegar afleiðingar um allan heim. Hins vegar væri óásættanlegt að athyglin hyrfi frá loftslagsbreytingum. „Loftslagsbreytingar eru það málefni sem markar okkar tíma. Það er óásættanlegt, forkastanlegt og kemur okkur sjálfum í koll ef við setjum þær á hilluna.“

 Aðalframkvæmdastjórinn minnti á að í næstu viku yrðu tímamót.

 „Á næstum dögum fæðist barn og mannkynið verður 8 milljarðar. Þessi tímamót minna okkur á um hvað þessi loftslagsráðstefna snýst. Hvernig ætlum við að svara þegar barn númer 8 milljarðar er orðið nógu gamalt til að spyrja: Hvað gerðuð þið fyrir veröldina þegar þið höfðuð tækifæri til?“

Sjá einnig hér, hér og hér.