Corazza Bildt segir Basta!!

0
489

Corazza Bildt

Sænski Evrópuþingmaðurinn Anna Maria Corazza Bildt hefur skorið upp herör gegn sóun matvæla. Fyrr á þessu ári hóf hún herferð í Svíþjóð undir nefninu Basta við matvælasóun . Með því að nota ítalska orðið „basta“ vísar hún til ítalsks uppruna sins. Corazza Bildt, var kosin á Evrópuþingið í Svíþjóð árið 2009 fyrir hófsama hægri flokkinn en eiginmaður hennar Carl Bildt er utanríkisráðherra fyrir sama flokk.

Í marsmánuði boðaði hún til málþings með öllum hlutaðeigandi aðilum til að koma með raunhæfar tillögur um hvernig mætti draga úr sóun matar. Hún segir að það hafi verið mjög ánægjulegt að safna saman svo hæfileikaríku og fróðu fólki. „Við getum í sameiningu virkjað alla þessa þekkingu sem saman er komin á þessum stað og komið henna á framfæri við aðra sem eru ekki hér. Þannig vinnum við gegn sóuninni,“ sagði Corazza Bildt á málþinginu.

„Þetta byrjaði allt með því að ég átti leið framhjá Seven Eleven verslun og datt í hug að spyrja hvort ég mætti hirða það sem þeir ætluðu að henda,“ segir hún um upphaf áhuga sins á þessu máli. „Det hela började med att jag gick förbi en seven eleven och frågade om jag kunde få det de hade tänkt att slänga“Ég lifði á þessu í nokkrar dag. Síðar áttaði ég mig á því að ég gæti gefið heimilisleysingjum matinn. Nú vinnum við með stórverslanakeðjum í sífellt fleiri borgum í Svíþjóð,“ segir Corazza Bildt.

Anna Maria Corazza Bildt telur að allir verði að leggjast á eitt. „Við stjórnmálamenn lítum first og fremst á lög og reglur en við berum öll ábyrgð sem einstaklingar. Það er ótrúlega margt sem hver og einn getur komið á framfæri í sínu nánasta umhverfi. Á málþinginu komu til dæmis fram þær upplýsingar að með því að lækka hitastigið í kælinum er hægt að lengja þann tíma sem varan er neysluhæf. Enginn ætti að trúa í blindni á upplýsingar um síðasta neysludag. Við getum haft áhrif á nágranna og vini og þannig skipt sköpum,“ segir Anna Maria Corazza Bildt.