COVID-19 hefur haft hrikaleg áhrif á krabbameinsmeðferð

0
671
Alþjóða krabbameinsdagurinn
Angiola Harry/Unsplash

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur sett alvarlegt strik í reikninginn í skimun, greiningu og meðferð við krabbameini undanfarin tvö ár. Alþjóða krabbameinsdagurinn er 4.febrúar ár hvert.

Á fyrstu stigum faraldursins fækkaði greiningum illkynja æxla um 44% í Belgíu, skimunum eftir ristilkrabbameini fækkaði um nærri helming (46%)  á Ítalíu frá 2019 til 2020 og 34 færri krabbamein greindust á Spáni var 34% en búast hefði mátt við.

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn
Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn

„Það er ástæða til að benda á hrikalegar afleiðingar COVID-19 á krabbameinssjúklinga,” sagði Hans Kluge forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu.

„Áhrifa COVID-19 gætir mun víðar en afleiðinga sjúkdómsins sem slíks. Krabbamein snertir líf okkar allra, annað hvort beint eða vegna fjölskyldu okkar eða annara ástvina.”

Brýnt að snúa sér að því sem setið hefur á hakanum

Úttekt Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á grundvallar heilbrigðisþjónustu á meðan COVID-19 hefur herjað á heimsbyggðina bendir til að skimun og meðferð við krabbameini hafi minnkað um 5 til 50% eftir löndum. Ástandið hefur batnað frá fyrsta fjórðungi síðasta árs þegar þjónustan minnkaði um 50% í 44% ríkja heims og 5 til 50% í þeim sem eftir voru.

Fjórða hver manneskja í Evrópu fær krabbamein á lífsleiðinni. 20% dauðsfalla á Evrópusvæði WHO er af völdum krabbameins.

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn
Snemmbær greining skiptir sköpum. WHO/ David Spitz

„Nú 24 mánuðum eftir að COVID-19 skaut upp kollinum eru heilbrigðisstarfsmenn uppgefnir og athyglin hefur öll verið á faraldrinum. Þegar áhrifa bólusetninga, hins vægara Ómíkron afbrigðis og komandi vors og sumars fer að gæta, er brýnt að heilbrigðisstarfsmenn geti snúið sér að öðrum mikilvægum heilbrigðisstörfum, þar á meðal að takast á við uppsafnaðan vanda,” sagði Hans Kluge.

Talið er að 30-40% alls krabbameins sé fyrirbyggjanlegt.