Dagur hafsins: 90% af stofnum stærri fiska ofveiddir

0
130
Alþjóðlegur dagur hafsins
Alþjóðlegur dagur hafsins. Mynd: UN News Center

Alþjóðlegur dagur hafsins. Hafið þekur 70% af yfirborði jarðar og hýsir að minnsta kosti 50% af súrefni plánetunnar. Þar að auki er það aðal-uppspretta eggjahvítuefnis fyrir meir en milljarð manna um allan heim. 40 milljónir manna sækja lífsviðurværi sitt til hafsins. 8.júní er Alþjóðlegur dagur hafsins.

Þrátt fyrir allt þetta þarf hafið nú á hjálp okkar að halda.

90% af stofnum stærri fiska eru ofveiddir og helmingur kóralrifja hafa eyðilagst. Við tökum því meira frá hafinu en samsvarar endurnýjun þess. Við þurfum því að vinna saman að því að skapa nýtt jafnvægi. Við þurfum á sjálfbærni að halda, það er að ekki tekið meira úr hafinu en sem samsvarar endurnýjunargetu þess.

 Vissir þú?

  • Að hafið framleiðir að minnsta kosti 50% af súrefni jarðar.
  • Að hafið gegnir lykilhlutverki í hagkerfi heimsins. 40 milljónir manna við atvinnugreinar sem tengjast hafinu.
  • Að hafið gleypir um 30% af öllum koltvísýring sem maðurinn skapar. Þar af leiðandi takmarkar hafið áhrif loftslagsbreytinga.