Deilendur í Darfur viðurkenna að deilan verði ekki leyst með ofbeldi, að sögn erindreka Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins

0
475

 15. febrúar 2007 – Það er almennt viðurkennt að það verður engin vopnuð lausn á deilunum í Darfur sögðu erindrekar SÞ og Afríkusambandsins á fundi með fréttamönnum í Khartoum.Þeir hafa undanfarið átt viðræður við deilendur í Darfur í vesturhluta Súdans.

“Það er almennt viðurkennt að það er engin hernaðarlausn möguleg á deilunni”, sagði Jan Eliasson, sérstakur erindreki Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. “Það er góð byrjun á þeirri leið sem framundan er í átt til pólitískrar lausnar.” 
  Eliasson and Ahmed Salim, sérstakur erindreki Afríkusambandsins í málefnum Darfur hafa undanfarið dvalist í héraðinu og hitt meðal annars foringja aðila sem ekki undirrituðu friðarsamkomulagið í fyrra. Einnig heimsóttu þeir flóttamenn og fulltrúa Réttlætis- og jafnréttishreyfingar uppreisnarmanna auk ýmiss ættbálkahöfðingja.
Eliasson sagðist vona að viðræðurnar leiddu fljótlega til þess að blóðsúthellingum linnti. “Við vonumst til þess að um leið og pólitískt ferli hefst og ég vona að það sé hafið núna, muni þess sjást merki að dregið verði úr obeldi og ástandið á staðnum batni.”

Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21590&Cr=sudan&Cr1=darfur