Draga má úr hættu á krabbameini um helming

0
739
Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn
Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn

Krabbamein er næst algengasta dánarorsök í heiminum í dag. Draga má verulega úr líkum á mörgum tegundum krabbameins með atferlisbreytingum.

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er haldinn ár hvert 4.febrúar. Tilgangurinn er að vekja fólk til vitundar um þennan vágest sem dregur 9.6 milljónir manna til dauða á hverju ári.

Á Íslandi dóu úr krabbameini 299 karl og 286 konur árið 2018 eða 585 manns. 616 dóu að meðaltali á hverju ári 2014-2018.

Á árunum 2014-2018 greindust árlega að meðaltali 832 ný mein hjá körlum og 815 hjá konum. Samtals eru það 1647 ný krabbamein á ári hjá báðum kynjum samkvæmt upplýsingum Krabbameinsfélags Íslands.

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn
Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn

Tvisvar og hálfu sinni fleiri deyja úr krabbameini en HIV/Alnæmi, berklar og mýrarkalda samanlagt. Þeir sem glíma við krabbamein líða jafnt líkamlega, andlega sem fjárhagslega að ógleymdu álagi á fjölskyldur þeirra, samfélög og heilbrigðiskerfi.

Auknar lífslíkur

Líkur krabbameinssjúklinga á að lifa af hafa aukist verulega í ríkjum sem státa af góðu heilbrigðiskerfum. Það má þakka snemmbærri greiningu, hágæða meðferð og góðri eftirfylgni. Í lág- og meðaltekjuríkjum getur fjöldinn allur af krabbameinssjúklingum ekki treyst á snemmbæra greiningu, læknisþjónustu á viðráðanlegu verði eða fullnægjandi læknismeðferð. Um það bil 70% þeirra sem látast úr krabbameini í heminum koma frá lág- eða meðaltekjuríkjum.

Samkvæmt Heimsmarkmiðunum um Sjálfbæra þróun ber að stefna að því að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameins og annara krónískra sjúkdóma fyrir 2030. Árið 2017 samþykki Alþjóða heilbrigðisþingið áyktun. Þar er hvatt til þess að ríkisstjórnir og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hraði aðgerðum til að ná þeim árangri sem stefnt er að í Alheimsaðgerðaáætlun og Áætlun 2030 um Sjálfbæra þróun.

Snemmbær greining veigamikil

Margt er hægt að gera til að minnka þann fjölda sem deyr úr krabbameini á ári hverju. Snemmbær greining bjargar mannslífum og dregur úr kostnaði við meðferð, sérstaklega í þróunarríkjum þar sem meirihluti krabbameinstilfelli greinist of seint. Sum algengustu krabbamein borð við brjósta-, legháls-, munn-, og blöðruhálskrabba, er hægt að lækna og því fyrr sem þau greinast því betra.

Margs annars er þörf til að fækka dauðsföllum svo sem aukin fjármögnun heilbirgðisgeirans, bættur aðgangur að salernum og hreinlæti, greiðari aðgangur að læknisaðstoð, minni loftmengun og heilnæmari lífsstíll.

Lífshættir skipta miklu máli

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn
Snemmbær greining skiptir sköpum. WHO/ David Spitz

Krabbameinsfélag Íslands bendir þannig á að breytingar á lífsháttum geti dregið úr hættunni á að fá krabbamein um allt að 50%. Mikilvægast er að reykja ekki. Aðrir þættir geta minnkað áhættu, t.d. að neyta áfengis aðeins í hófi, borða hollan og fjölbreyttan mat og reglulega, forðast ofþyngd, hreyfa sig reglulega, stunda öruggt kynlíf og gæta þess að brenna ekki í sól ásamt því að stunda sólböð aðeins í hófi.

Meira en helmingur þeirra sem greinast eru eldri en 65 ára. Krabbamein dreifast nokkuð jafnt milli kynja, 51 prósent þeirra sem greindust árin 2010-2014 voru karlar, 49 prósent konur. Fleiri konur en karlar eru yngri en 65 ára þegar þær greinast með krabbamein eða 46% kvenna en 36% karla. Í lok árs 2015 voru rúmlega 13 þúsund einstaklingar á lífi hér á Íslandi sem greinst höfðu með krabbamein segir á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands.