2012: Hálf milljón krabbameinstilfella af völdum offitu

0
520

Obesity3

27. nóvember 2014. Ný rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýnir fram á að half milljón nýrra krabbameinstilfella á árinu 2012 megi rekja til offitu og of mikillar líkamsþyngdar.

Niðurstaða rannsóknar sérfræðinga Alþjóða krabbameinsrannsóknastofnunarinnar (IARC) í Lyon var birt í tímaritinu The Lancet Oncology,og eru niðurstöðurnar þær að yfirþyngd og offita eru orðin meiri háttar áhættuþættir. Stofnunin er sérhæfður hluti Alþjóðaheilbrigðismálastonunarinnar, (WHO).

Þessi tilfelli, alls 481 þúsund, voru 3.6% krabbameinstilfella í heiminum 2012.

Krabbamein sem rekja má til yfirþyngdar og offitu er lang algengast í þróuðum ríkjum (393 þúsund ný tilfelli, 5.2% krabbameins) en í þróunarríkjum (88 þúsund, 1.5%).

Norður-Ameríka verður harðast úti en þar greindust 111 þúsund með krabbamein sem rekja má til þessara þátta. Það er nærri fjórðungur (23%) tilfella í heiminum. Í Evrópu er fjöldinn einnig umtalsverður, sérstaklega Í Austur-Evrópu.

“Þegar litið er á heildina má sjá að krabbameinstilfeflli sem rekja má til offitu og yfirþyngdar eru flest í ríkum löndum, en svipaða þróun má nú þegar sjá í hluta þróunarríkja,” segir dr. isabelle Soerjomataram, einn af aðalhöfundum skýrslunnar.

Rannsóknin bendir til að hlutfall krabbameinstilfella af völdum yfirþyngdar og offitu er hærra á meðal kvenna en karla, 5.3% og 1.9%. “Konum eru í meiri hættu þegar offitu tengd krabbamein eru annars vegar,” segir dr Melina Arnold hjá Alþjóða krabbameinsrannsóknastofnuninni, einn af aðalhöfundunum. “Til dæmis má nefna brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf. Í 10% tilfella hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein ef líkamsþyngd hefði verið eðlileg.”

Hæsta hlutfall krabbameins af þessum orsökum á meðal karla eru í Tékklandi (5.5% nýrra tilfella), en í Vestur-Evrópu eru flest tilfelli í Bretlandi og Möltu (4.4%). Á meðal kvenna er hlutfallið hæst á Barbados og í Tékklandi (12%)