Ef Ban Ki-moon væri kona….

0
449
SG UN photo

 SG UN photo

Maí 2015. Fyrir nokkrum árum var frumsýnd heimildarmynd sem bar heitið: Af hverju er Kofi Annan ekki kona?. Arftaki hans sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndist ekki vera kona, eins og líkur voru leiddar að í myndinni, en hugsanlegt er að arftaki arftakans verði kvenkyns – eftir að átta karlar í röð hafa gegnt embættinu.  

Why KofiUmræður um næsta aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna eru hafnar þó Ban Ki-moon eigi eftir að gegna starfinu til ársloka 2016.

Tvennt ber hæst í umræðunni: að tími sé kominn fyrir frambjóðanda frá Austur-Evrópu og tími kvenna sé runninn upp.

Hugmyndina um að næsti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna komi frá Austur-Evrópu má rekja til þess að strarfinu hafi gegnt til skiptis fulltrúar landahópanna fimm innan samtakanna, að Austur-Evrópuhópnum einum undanskildum. Enn hefur enginn aðalframkvæmdastjóri komið úr þeim hópi sem er í stórum dráttum skipaður ríkjum sem voru á áhrifasvæði Sovétríkjanna fyrrverandi. Af átta aðalframkvæmdastjórum hafa þrír komið frá Vestur-Evrópuhópnum, tveir frá Afríku og 2 frá Asíu og einn frá Suður-Ameríku.

En áttmenningarnir eru allir karlar. Því virðast margir taka undir orð greinarhöfunda bandaríska stórblaðsins Washington Post sem sögðu nýlega að „val konu sem aðalframkvæmdastjóri myndi fela í sér öflug skilaboð og innblástur á erfiðum tímum.“

Alþjóðleg samtök sem nefna sig Jafnrétti nú (Equality Now) hafa tekið höndum saman við ýmis frjáls félagasamtök og hrundið af stað herferð á netinu til stuðnings kvenkynsframbjóðanda í starf aðalframkvæmdastjóra. Herferðin nefnist 1 fyrir 7 milljarða: finnum hæfasta leiðtoga Sameinuðu þjóðanna. Félag Sameinuðu þjóðanna í Finnlandi eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við herferðina („1 for 7 billion: Find the best UN leader” )

Forystusauðirnir

SG Irina Bokova UN Photo1Það þarf ekki að koma á óvart, að af þeim frambjóðendum sem nefndir hafa verið til sögunnar, skuli búlgarski diplómatinn Irina Bokova vera fremst á meðal jafningja. Hún er kvenkyns, frá Búlgaríu í Austur-Evrópu og stýrir UNESCO, hinni mikilvægu Vísinda-, mennta, – og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Að sögn David Clark formanns the Russia Foundation  má nefna auk reynslu hennar hjá SÞ, að hún er menntuð bæði í Washington og Moskvu, hún talar frönsku, og er tilnefnd af ríkisstjórn heimalands síns, Búlgaríu sem er eitt fárra ríkja í heimshlutanum sem hefur góð samskipti við Rússland. Talið er víst að Rússar beiti neitunarvaldi á ýmsa líklega frambjóðendur frá ríkjum sem þeir telja sér fjandsamleg, svo sem Póllandi eða Eystrasaltsríkjunum.

Þeir sem eru líklegir til að bjóða sig fram í Austur-Evrópu og veita Bokova keppni, eru allir karlar.

Kvenkeppinautar hennar koma úr öðrum heimshlutum, þar á meðal hæfar konur á borð við Michelle Bachelet, forseta Sjíle og Maria Ángela Holguín Cuéllar, utanríkisráðherra Kólombíu. Á Vesturlöndum er nafn Helen Clark nefnt en hún er nú yfirmaður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) en var um tíma forsætisráðherra Nýja Sjálands. Þjóðerni þessara frambjóðenda þýðir ekki að þeir komi EKKI til greina, en segja má að það sé enn einn Þrándur í götu.

Val um aðeins einn

Önnur umræða, en þessari skyld, er svo um aðferðina við að velja aðalframkvæmdastjórann. Engar skriflegar reglur eru til, og fátt ef nokkuð um það að finna í stofnsáttmála samtakanna. Öryggisráðið hefur sent Allsherjarþinginu, sem formlega kýs aðalframkvæmdastjórann, „lista“ með einu nafni.

SG the elders flickr CC BY ND 2.0Öldungarnir (the Elders), hópur fyrrverandi veraldarleiðtoga með Kofi Annan, forvera Ban Ki-moon, í broddi fylkingar, benda á að hingað til hafi fimm ríkin sem eiga fast sæti í Öryggisráðinu í raun valið aðalframkvæmdastjórann fyrir luktum dyrum.

„Aðrir frétta lítið sem ekkert af þessu ferli og með hvaða hætti og á hvaða forsendum frambjóðendur eru valdir,“ segir í yfirlýsingu Öldunganna.

Shashi Tharoor, fyrrverandi framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Sameinuðu þjóðunum tekur undir gagnrýnina en hann var skæðasti keppinautur Ban Ki-moon um stöðuna þar til Bandaríkjamenn beittu neitunvaldi, þannig að hann heltist úr lestinni.

„Neitunarvaldið er öflugt vopn í höndum ríkjanna fimm. Frambjóðandi sem nýtur meirihluta, á enga von ef eitt þessara ríkja er á móti honum. Þetta er pólitískt starf og ákvörðunin er pólitísk og verður að mestu leyti tekin af fimmríkjunum í Öryggisráðinu.“

Mörg ríki sem útilokuð eru frá þessu ferli, þar á meðal rísandi veldi á borð við Indland og Brasilíu, sjá enga ástæðu til þess að það skuli vera fimm ríki sem unnu sigur í Síðari heimsstyrjöldinni fyrir 70 árum, sem sitji ein að ákvörðuninni. Þau krefjast réttar til þess að velja frambjóðendur, ræða við þá fyrir opnum tjöldum og velja á milli tveggja eða fleiri frambjóðenda.

Önnur hugmynd sem lengi hefur verið til umræðu er að aðalframkvæmdastjórinn sé valinn einu sinni til sjö ára og er röksemdafærslan sú að með þessu þurfi aðalframkvæmdastjórinn ekki að láta vonir um endurkjör hafa áhrifa á ákvarðanir sínar. Þessar tvær breytingar þarfnast ekki breytinga á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, heldur aðeins samþykktar Allsherjarþingsins.

Norðurlöndin

Í Svíþjóð og Danmörku hafa heyrst raddir um að heimamenn kunni að eiga möguleika. Á síðasta ári lét sænska blaðið Dagens Industri að því liggja SG 1 for 7 billion UN photoað fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar Fredrik Reinfeldt kynni að vera í framboði, en á sama tíma sagði danska vefritið Local að Helle-Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur væri á meðal þeirra sem líklegastir væri taldir til forystu SÞ. 

En þessar raddir hafa tæpast heyrst nema í norrænum fjölmiðlum og því hlýtur að teljast fremur ósennilegt að Norðurlandabúi veljist að þessu sinni til forystu hjá Sameinuðu þjóðunum.