Ef Ebóla-veiru væri beitt í hernaði…

0
456

Biologiske våpen

25.mars 2015. Í dag fjórum áratugum eftir að Alþjóðasáttmálinn um sýklavopn var samþykktur, segist ekkert ríki hafa yfir slíkum vopnum að ráða.

Sáttmálinn um sýklavopn var fyrsti alþjóðasáttmáli sem lagði bann við ákveðinni tegund vopna. 

26.mars er þess minnst að fjörutíu ár eru liðin frá því að sáttmálinn var undirritaður. 

Notkun slíkra vopna tilheyrir ekki vísindaskáldskap heldur raunveruleikanum. Fyrir tuttugu árum 18.mars 1995 notaði Aum Shinrikyo sértrúarhópurinn Sarin gas í árás á neðanjarðarlestakerfið í Tókíó í Japan. Áður hafði sami hópur gert þrjár misheppnaðar sýklavopnaárásir í Japan og reynt að verða sér út um Ebólaveiru í Zaire (nú Kongó). Þá er skemmst að minnast sendinga bréfa sem innihéldu miltisbrand (anthrax) eftir árásina á World Trade Center í New York í september 2001.

„Ebólafaraldurinn í Vestur Afríku er dæmi um hversu skelfilegar afleiðingar þessi sjúkdómur getur haft í för með sér. Skaðinn væri margfaldur ef sýklar væru notaðir sem vopn í hernaði ,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni afmælisins.