Evrópa fagnaði 75 ára afmæli SÞ í bláum skrúða

0
237
Turn Europe UN Blue Eyrarsundsbrúin
Eyrarsundsbrúin. Mynd: Lars Dareberg/Öresundsbron.

Harpa, Höfði, Háskóli Íslands og Dómkirkjan í Reykjavík voru lýst upp með bláu ljósi að kvöldi 24.október til að minnast 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna.

Nærri þrjú hundruð byggingar og mannvirki um alla Evrópu tóku þátt í herferð UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í V-Evrópu Turn Europe UN Blue til stuðnings hugsjónum samtakanna.

urn Europe UN Blue. Brúin yfir Eyrarsund var prýdd bláu ljósi og sama máli gegndi um Ráðhús Kaupmannahafnar, Finlandia höllina í Helsinki, Oslóarháskóla og dómkirkjuna í Stokkhólmi svo nokkur dæmi séu nefnd frá Norðurlöndum.

Blávatn undir brúm

Vatnið sem rennur undir mörgum brúm endurspeglaði blárri birtunni, hvort heldur sem er í Mostar í Bosníu-Hersegóvínu eða fjömörgum brúm yfir Po fljótið á Ítalíu, svo sem við Tórínó, Vittorio, Umberto, Isabella og Balbis.

Þetta var í fyrsta skipti sem brúin yfir Eyrarsund var lýst upp til stuðnings góðum málstað.

„Við ætlum að lýsa upp tvö hundruð og þriggja metra háu stöplana í bláu á Degi Sameinuðu þjóðanna héðan í frá. Við notuðum nýjan ljósabúnað í fyrsta skipti núna. Það var frábært að frumsýna ljósadýrðina á 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna,“ segir  John Alexander Sahlin samskiptastjóri hjá Øresundsbron.

Ráðhús Kaupmannahafnar og Höfði

Turn Europe UN Blue
Ráðhús Kaupmannahafnar, mynd Petra Hongell

Mörg ráðhús svo sem í Brussel, Madrid, Sarajevo og Kaupmannahöfn tóku þátt í herferðinni. Einnig mannvirki í eigu borga, þar á meðal Höfði í Reykjavík.

„Við lýstum upp Höfða í tilefni 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna, sameiginlegra samtaka allra þjóða veraldar. Allt frá upphafi hefur tilgangur Sameinuðu þjóðanna verið að sætta og sameina, frekar en sundra. Það á jafn vel í dag og fyrir 75 árum. Þess vegna viljum við vekja athygli á þessum merku tímamótum og hvetja Sameinuðu þjóðirnar til dáða,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Höfði Turn Europe UN Blue
Blár Höfði.

Evrópusambandið lýsti stuðningi við fjölþjóðasamskipti og sameiginlegar hugsjónir þess og Sameinuðu þjóðanna.  Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnarinnar, ráðherraráðsins og utanríkisþjónustu þess skrýddust bláu í Brussel.

Fjölmörg mannvirki

Turn Europe UN Blue Stokkholmur
Storkyrkan í Stokkholmi. Mynd: Oliver Ösmark

Alls konar mannvirki bættust í hópinn. Má nefna  Storkyrkan, dómkirkjuna í Stokkhólmi, Hadrianusarmúrsinn í Bretlandi,  Dyflinnarkastala, dómhús Lyon, borgarmúra Malaga og gosbrunninn á Genfarvatni. Alþjóðlegar stofnanir létu sitt ekki eftir liggja og nægir að nefna FN Byen í Kaupmannahöfn, Friðarhöllina í Haag og Þjóðahöllina í

Osló Turn Europe UN Blue
Oslóarháskóli.

Margir háskólar tóku þátt í bláu bylgjunni. Þar á meðal voru Háskóli Íslands, Oslóarháskóli og stúdentagarður UiT, Heimskautaháskólans í Alta í norður-Noregi.

„Við óskum Sameinuðu þjóðunum til hamingju. Heimurinn þarf á þeim að halda,“ segir Anne Husebekk, rektor háskólans.

Harpa tók sig vel út í bláa litnum.

„Harpa lýsir upp framhlið sína með bláu til að sýna stuðning Íslands við hugsjónir Sameinuðu þjóðanna um frið, mannréttindi, sjáfbærni og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu,” segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu.

Turn Europe UN Blue Harpa
Harpa klæðist bláu.

Fjöldi smáþorpa í Portúgal létu lýsa helstu kennileit upp með bláum lit. Sama máli gegndi um höfuð- og stórborgir á borð við Lundúnir, Róm, Madríd og Aþenu, Genf, Valladolid, Manchester og Bonn.

En einnig lék blátt ljós um mannvirki utan Evrópu og má nefna Empire state skýjakljúfinn í New York og rústirnar í Petra í Jórdaníu.

Sjá allar myndir hér.

Sjá nánar hér.

Sjá lista yfir alla þátttakendur hér.

#EuropeTurnsUNBlue