Finnar keppa að lausu sæti, en föstu sætin eru norsk!

0
418

Security council

Norðurlandaþjóðirnar leggja talsvert af mörkum í þágu öryggisráðsins á þessu hausti. Finnland er frambjóðandi Norðurlanda til lauss sætis í ráðinu en Norðmenn segjast ekki hafa fjárfest í aðeins einu, heldur mörgum föstum sætum!

Noregur hefur vissulega ekki fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í pólitískum skilningi. Hins vegar eru sætin í herbergi öryggisáðsins og allar innréttingar norsk smíð og voru hönnuð af norska arkitektnum Arnstein Arneberg á sjötta áratugnum. Nú er verið að endurnýja sætin og innréttingarnar og kosta Norðmenn fimm milljónum
Bandaríkjadala til verksins en að auki leggja þeir 3.2 milljónum dala til endurnýjunar höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York.

Finnland, segist á hinn bóginn, ekki hafa lagt eina einustu krónu aukalega til kosningabaráttunnar fyrir einu af lausu sætunum í öryggisráðinu. Kosið verður á Allsherjarþinginu 18. október fyrir árin 2013-2014.  

Norðurlöndin hafa samkvæmt venju fylkt sér að baki einu þeirra annað hvort tveggja ára kjörtímabil innan svokallaðs Vestur-Evrópu og annara ríkja hóps. Ekkert er þó gefið og Finnar etja kappi við Lúxemborgara og Ástrali fyrir tvö sæti sem eru eyrnamerkt þessum hóp. Ísland sem frambjóðandi Norðurlanda, tapaði fyrir Austurríki og Tyrklandi árið 2008. 

Rebuilding SC
Sauli Niinistö, forseti Finnlands mun njóta stuðnings tveggja fyrrverandi forest landins, Tarja Halonen og Martti Ahtisaari, en þau munu bæði ferðast til New York og taka þátt í lokaspretti kosningabaráttunnar dagana fyrir 18. október. Halonen hefur talsvert alþjóðlegt tengslanet en hún hefur verið í forystu í ýmsum þróunarverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ahtisaari nýtur svo mikillar virðingar sem Friðarverðlaunahafi Nóbels.

Niinistö, forseti talar fyrir hönd Finnlands í almennum umræðum leiðtoga á Allsherjarþinginu 25. september. Finnska blaðið Helsingin Sanomat segir að Finnland muni ekki draga neinar “kanínur upp úr hattinum” til þess að kaupa atkvæði á lokasprettinum.  

      ”Röksemdirnar eru þær sömu og við höfum notað allan tímann,” segir Kari Kahiluoto, sem stýrir kosningabaráttunni í finnska utanríkisráðuneytinu.  Finnland er kynnt sem ríki sem hafi stutt starf Sameinuðu þjóðanna dyggilega og hafi engra sérstakra pólitískra hagmuna að gæta innan öryggisráðsins.

      Finnland er hið eina norrænu ríkjanna sem teflir fram þjóðhöfðingjanum í umræðunum á Allsherjarþinginu. Nýr utanríkisráðherra Noregs, Espen Barth Eide, er næstur á dagskrá fimmtudaginn 27. september, Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía um árabil talar síðdegis daginn eftir 28. september.

Utanríkisráðherra Íslands, Össur Skarphéðinsson og dansk starfsbróður hans Willy Sövndal tala svo með stuttu millibili laugardaginn 29. september.

  Allar dagsetningarnar gætu þó breyst.

Myndir: Fundarsalur Öryggisráðsins og endurbygging hans. Myndir: Fastanefnd Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum.