Heimsent fé farandfólks stór hluti þjóðartekna fátækra ríkja

0
8
Fé sem farandfólk sendir heim er oft og tíðum drjúgur hluti þjóðartekna ríkja. Mynd: Giorgio Trovato /Unsplash
Fé sem farandfólk sendir heim er oft og tíðum drjúgur hluti þjóðartekna ríkja. Mynd: Giorgio Trovato /Unsplash
Fjársendingar farandfólks til heimalanda sinna nema hærri fjárhæðum en erlendar fjárfestingar og efla hagvöxt verulega að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM).

Í skýrslunnni um fólksflutninga í heiminum (World Migration Report 2024) kemur fram að fólksflutningar á milli landa eru enn sem fyrr uppspretta þróunar og hagvaxtar.

Landbúnðarverkamenn.
Landbúnðarverkamenn. Mynd: Vladimir Kudinov/Unsplash

Þannig hafa peningasendingar farandfólks til heimlanda aukist um 650% frá 2000 til 2022 eða úr 128 milljörðum Bandaríkjadala í 831 milljarð. Aukningin hefur haldið áfram þrátt fyrir spádóma ýmissa sérfræðinga um að draga myndu úr þessu vegna COVID-19.

281 millijónir manna í heiminum teljast til farandfólks, en við árslok 2022 höfðu fleiri en nokkru sinni fyrr flosnað upp eða 117 milljónir.

Heimsent fé farandfólkse nemur hærri fjárhæðum en beinar fjárfestingar í mið- og lágtekjuríkjum. Mynd: Kyle Glenn/Unsplash
Heimsent fé farandfólks nemur hærri fjárhæðum en beinar fjárfestingar í mið- og lágtekjuríkjum. Mynd: Kyle Glenn/Unsplash

Fólksflutningar oftast reglubundnir

Af 831 milljörðunum sendi farandfólk 647 milljarða heim til lág- eða meðaltekjuríkja. Slíkar peningasendingar eru oft og tíðum stór hluti þjóðartekna viðkomandi ríkja og nema nú hærri fjárhæðum en beinar erlendar fjárfestingar.

En vitaskuld er við ýmsan vanda að glíma. 281 milljónir teljast til farandfólks. 117 milljónir hafa hrakist frá heimilum sínum vegna átaka, ofbeldis, náttúruhamfara og annars. Þetta er mesti fjöldi sem um getur eða 117 milljónir og ljóst að þörf er á brýnum aðgerðum.

Þrátt fyrir neikvæða umræðu eru fólksflutningar landa á milli oftast nær reglbundnir og öruggir, þó vissulega sé afar sorglegar undantekningar. Mynd: Arlington Research/ Unsplash
Þrátt fyrir neikvæða umræðu eru fólksflutningar landa á milli oftast nær reglbundnir og öruggir, þó vissulega sé afar sorglegar undantekningar. Mynd: Arlington Research/ Unsplash

Umræðan um fólksflutninga er oft í æsifregnastíl. Hins vegar eru raunveruleikinn margbreytilegri. Stærstur hluti fólksflutninga í heiminum er reglubundinn, öruggur og innan eins heimshluta.