Fjölmiðlafrelsi: Málþing beinir sjónum að hættunni af stafræna heiminum

0
527
Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis
Stafræni hemurinn og alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis. Mynd: Marvin Mayer/Unsplash

Þrjú Norðurlandanna verma þrjú efstu sætin á heimslista yfir fjölmiðlafrelsi. Listinn er tekinn saman árlega í tilefni af því að 3.maí er Alþjóðlegur dagur fjölmiðlarfrelsis. Finnar koma í humátt á eftir skandinavísku ríkjunum þremur, Noregi, Danmörku og Svíþjóð en Ísland er tíu sætum neðar eða í tíunda sæti.

Sameinuðu þjóðirnar halda upp á daginn með ýmsum hætti, þar á meðal með málþingi 4.maí um þær áskoranir við blaðamennsku sem felast í stafrænni tækni. Málþingið er sent út á netinu frá klukkan 14.30 að íslenskum tíma Þar tala háttsettir embættismenn Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal António Guterres aðalframkvæmdastjóri auk blaðamanna.

Stafræni hemurinn og alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis.
Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis. Mynd: Kenny Eliason/Unsplash

„Stafræn tækni hefur lýðræðisvætt aðgang að upplýsingum. En það hefur einnig skapað áskoranir,“ segir Guterres í ávarpi í tilefni af Alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis.

„Viðskiptamódel margra samskiptamiðla felst ekki í að auka aðgang að áreiðanlegum frásögnum, heldur í að auka viðbrögð. Slíkt er oft gert með því að skapa úlfúð og dreifa ósannindum.“

Ekki bara byssukúlur

Guterres benti á að starfsfólki fjölmiðla á átaksvæðum stafaði ekki aðeins hætt af sprengjum og byssukúlum. Það væri oft og tíðum  útmálað sem óvinir, sakað um njósnir, sæti varðhaldi eða einfaldlega myrt fyrir að vinna vinnuna sína.

Stafræni hemurinn og alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis.
Mynd: Austin Distel/Unsplash.

„Stafræn tækni auðveldar ritskoðun. Margir blaðamenn og ritstjórar eiga sífellt á hættu að þættir þeirra eða fréttir séu teknar af netinu.“

Hann benti einnig á að konur í blaðamannastétt sættu ofsóknum á netinu og ofbeldi.   UNESCO komst að þeirri niðurstöðu í rannsókn á málinu að nærri þrjár af hverjum fjórum blaðakonum hefðu orðið fyrir einelti á netinu.

„Lýðræðislegar stofnanir þrífast ekki án fjölmiðlafrelsis. Án fjölmiðlafrelsis er ekkert frelsi,“ segir Guterres í ávarpi sínu.

Sjá einnig hér og  hér.