Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur heilbrigðs lýðræðis

0
700
Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis

Frelsi fjölmiðla um allan heim fer þverrandi. Á sama tíma hefur þörfin fyrir óháða, kjarkmikla og djarfa fjölmiðla sjaldan verið meiri. Blaðamennska og fjölmiðlafrelsi eru hornsteinn heilbrigðs lýðræðis. Á Alþjóðlegum degi fjölmiðlarfrelsis, 3.maí, fögnum við hugrökkum blaðamönnum sem vinna í þágu almannahagsmuna.

 3.maí halda Sameinuðu þjóðirnar og Mennta-,vísinda og menningarstofnun þeirra UNESCO Alþjóðlegan dag fjölmiðlafrelsis (World Press Freedom Day). Að þessu sinni er þema dagsins ”Upplýsingar sem almannagæði.” Þetta er brýnt málefni fyrir öll ríki hvar sem þau eru í heiminum. Þetta þema er viðurkenning á samskiptakerfi sem er sífelldum breytingum undirorpið. Það hefur áhrif á heilsu okkar, mannréttindi, lýðræði og sjálfbæra þróun.

Hættulegt starf  

Þegar Blaðamenn án landamæra gáfu út síðasta lista sinn yfir fjölmiðlarfrelsi kom á daginn að fjölmiðlafrelsi er skert í 73% þeirra 180 ríkja og landsvæða sem úttektin náði til. Þar sem frelsi hefur verið skert hefur aðgangur almennings og blaðamanna að upplýsingum minnkað. Rannsóknarblaðamennsku kunna að vera mikil takmörk sett.

 Ekki nóg með það heldur kunna blaðamenn að haf týnt lífi vegna starfa sinna. Þetta er alvarleg ógnun við frelsi fjölmiðla í heiminum. Frá 1993 hafa 1450 blaðamenn verið drepnir að sögn UNESCO. Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er áminning til ríkisstjórna um að virða skuldbindingar sínar um frelsi fjölmiðla. 

Á síðastu árum hafa morðin á Jamal Khashoggi frá Sádi Arabíu og sænsku blaðakonunni Kim Wall vakið sérstaka athygli.  Jamal Khashoggi hvarf eftir að hann heimsótti sendiráð lands síns í Tyrklandi 2018. Kim Wall hvar 2017 þega hún var að vinna að frétt um heimasmíðaðan kafbát í Danmörku. Bæði týndu þau lífi við störf sín.

 Það sem af er þessu ári, 2021, hefur UNESCO heimildir um 15 blaðamenn sem hafa fórnað lífi sínu.

 Upplýsingar eru almannagæði

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis Þema alþjóðlega dagsins að þessu sinni snýst um almannagæði. Með því er minnt á að standa þurfi vörð um mikilvægi þess að litið sé á upplýsingar sem almannagæði. Kanna ber með hvaða hægti er hægt að greiða fyrir framleiðslu, dreifingu og mótttöku efnis til þess að efla blaðamennsku.  

Fjölmiðlar og þróun fjölmiðla geta aukið tjáningarfrelsi. Slíkt er framlag til friðar, sjálfbærni, upprætingu fátæktar og mannréttinda.

Heismarkmiðin ná til fjölmiðlarfrelsis en fjallað er um það málefni í markmkið n´m er 16 sem snýst um Frið, réttlæti og öflugar stofnanir.   

Alþjóðlegur dagur fjöliðlafrelsis  Dagana 29.aprí til 3.maí halda UNESCO og ríkisstjórn Namibíu heimsráðstefnu í Windhoek.

Á ráðstefnunni eru ræddar hugmyndir um hvernig er hægt að glíma við þær áskoranir sem felast í umhverfi fjölmiðla á netinu. Ennig um hvernig hægt er að auka gegnsæi net-fyrirtækja, efla öryggi blaðamanna og bæta vinnuskilyrði þeirra.  

Að stuðja og verja

3.maí er líka dagur umhugsunar hjá fjölmiðlafólki um fjölmiðlafrelsi og siðareglur stéttarinnar. Staðbundin blöð eru hreinlega í útrýmingarhætti og COVID-19 faraldurinn hefur bæst ofan á erfiða stöðu. Grípa þarf til aðgerða til að tryggja efnahagslega framtíð fréttamiðla.

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er dagur stuðnings við fjömiðla sem eiga undir högg að sækja vegna árása á fjölmiðlafrelsi.

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis 2020 sjá hér.