Fleiri eiga farsíma en salerni

0
519

sanitation

21. mars 2013. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átaki til að hleypa nýjum krafti í viðleitni til að ná þeim Þúsaldarmarkiðum um þróun sem lúta að því að auk aðgang fólks að hreinlætisaðstöðu.

Af sjö milljörðum jarðabúa, eiga sex milljarðar farsíma. Engu að síður hafa aðeins 4.5 milljarðar aðgang að salerni sem þýðir að 2.5 milljarðar hafa ekki aðgang að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu. Þótt ótrúlegt megi virðast verður 1.1 millljarður manna að ganga örna sinna undir beru lofti. Að binda enda á slíkt er talið lykilatriði í baráttu gegn fátækt og sjúkdómum í heiminum og þungt á metunum í því að ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun.

“Ég er staðráðinn í því að blása nýju líf í aðgerðir til að ná áþreifanlegum árangri”, segir Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem leiðir átakið fyrir hönd samtakanna. Eliasson tilkynnti um átakið á blaðamannafundi í New York í aðdragandi Alþjóðlega vatnsdagsins sem er 22. mars.

“Ég hvet alla málsaðila, ríkisstjórnir, borgaralegt samfélag, fyrirtæki og alþjóðasamtök að skuldbinda sig til að ná áþreifanlegum, mælanlegum árangri og beina fjármunum þannig að þeir nýtist til að bæta lágmarks hreinlætisaðstöðu.”

Aðgerðaátakið miðar að þvi að bæta hreinlæti, breyta félagslegri hegðun, bæta vinnslu mannlegs úrgangs og skolpvatns og tryggja að sá ósiður að ganga örna sinna undir berum himni heyri sögunni til árið 2025. Með þessu er hægt að stöðva vítahring sjúkdóma og viðvarandi fátæktar.

Ríki þar sem þetta viðgengst – oftast af illri nauðsyn- eru jafnframt þau ríki þar sem dánartíðni barna innan fimm ára aldurs er hvað hæst og vannæring, fátækt og ójöfn skipting auðs er mest. Þá eru sterk kynjarök einnnig fyrir hendi því konur og stúlkur eru berskjaldaðar fyrir ofbeldi þegar þær þurfa að létta á sér undir berum himni, auk þess sem skortur á einkasalernum hindrar skólagöngu stúlkna.

“Við skulum viðurkenn, að þetta er mál sem fólki líkar ekki að tala um. En þetta skiptir miklu máli í að bæta heilsufar, hreinsa umhverfið og tryggja mannlega reisn milljarða manna auk þess að ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun. Það eru aðeins þúsund dagar til stefnu, þangað til fresturinn til að ná þeim sem er 2015, rennur út,” segir Eliasson.

Það er dýrt að aðhafast ekki. Fyrir hverja krónu sem fjárfest er í hreinlæti, skila fimm sér til baka í bættri heilsu og aukinni framleiðni. Lélegt hreinlæti aftur á móti getur minnkað þjóðarframleiðslu um á bilinu 0.5 til 7.2% þjóðarframleiðslu.

Mynd: Ófullnægjandi hreinlætisaðstaða er mörgum þróunarríkjum dýrkeypt.