Fólkið í Jemen þarf á hjálp að halda

0
780
Jemen
Abdullah 7 ára. Flúði heimili sitt vegna átakanna í Jemen. ©UNOCHA/Giles Clarke

Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til brýns fjáröflunarfundar í þágu Jemens 1.mars. Svíþjóð og Sviss eru gestgjafar fundarins. 

Talið er að alvarlegasta neyðarástand í heimi sé nú í Jemen. Segja má að allt verði óhamingju Jemens að vopni. Borgarastríð hefur verið í landinu frá 2014. Að auki hafa ofsafengnar rigningar, flóð, orkukreppa, eyðimerkur-engisprettur, kólera og nú COVID-19 herjað á landsmenn.

Fæðuóöryggi og skæð vannæring eru fyglifiskar ástandsins. Hjálparstofnunum á borð við Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur ekki tekist að fjármagan nauðsynlegt hjálparstarf. Af þeim sökum blasir hungur við milljónum íbúa.

82% þurfa aðstoð

82% allra íbúa Jemenbúa sem eru rétt tæpar 30 milljónir þurfa á mannúðaraðstoð að halda. 19 milljónir eiga um sárt að binda vegna ofbeldis. Neyðaraðstoð berst nú aðeins til 10.7 milljóna íbúa. Þörf er á 3.4 milljörðum Bandaríkjadala til að hægt sé að koma öllum bágstöddum til hjálpar.

Aðalrverkefni fjáröflunarfundarins er að fá fyrirheit frá aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna um framlög til að hindra algjöra neyð í landinu.

Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fylkja liði heimsins til þess að koma í veg fyrir hungursneyð og færa íbúum Jemen örlitla reisn að nýju,” segir Per Olsson Fridh þróunarmálaráðherra Svíþjóðar.

Verðlaunaljósmyndari myndar Jemena

Í aðdraganda fjáröflunarfunarins ferðast verðlaunaljósmyndarinnar Giles Clarke til Jemen. Myndir hans og frásagnir íbúanna fylgja þessari grein.

©UNOCHA/Giles Clarke

Hanan 35 ára, tveggja barna móðir. Flúði heimili sitt vegna átakanna í Jemen.

„Þegar sprengingarnar færðust nær heimili okkar í Hudaydah, flúðum við að heiman í skyndingu. Ástandið á veginum til Aden var mjög erfitt. Sprengjum og kúlum var skotið að vegartálmum. Ég er atvinnulaus; ég bið fólk um hjálp og mat handa börnunum mínum. Stundum fáum við mat en stundum fáum við ekki neitt. Systir mín dó í sprengjuárás á Hudaydah. Allt breyttist í lífi mínu.” Hanan er fráskilin og elur upp börnin sín, 7 og 13 ára.

Jemen
©UNOCHA/Giles Clarke

Zahraa 33 ára. Flúði heimili sitt vegna átakanna í Jemen.

„Ég er gift og á eina dóttur. Hún er Amal og er tveggja ára. Við búum með mömmu, systur minni og bróður. Foreldrar mínir eru skilin. Ég er hamingjusömust þegar við getum öllu sest niður saman og talað um óskir okkar. Systir mín vill ljúka námi í háskóla. Bróður minn langar til að giftasdt. Ég sakna stöðugleika. Ég von að við getum snúið aftur í heimabæinn okkar.”

 

Jemen
©UNOCHA/Giles Clarke

Yebrah 50 ára, tíu barna móðir.   Flúði heimili sitt vegna átakanna í Jemen.

„Ég á tíu börn, 2 eru látin en 8 eru á lífi. Börnin eruð það sem er dýrmætast í lífinu. Efiðast er að hafa misst einn sona minna vegna heilaæxlis.“

Jemen
©UNOCHA/Giles Clarke

Taybah, 5 ára.  Flúði heimili sitt vegna átakanna í Jemen.

„Mér finnst skemmtilegast að leika með dúkkurnar mínar.“

Jemen
©UNOCHA/Giles Clarke

Kamal, 35 ára. Flúði heimili sitt vegna átakanna í Jemen.

„Ástandið í Hudaydah var orðið mjög slæmt. Húsið okkar varð fyrir árás og nágrennið varð fyrir stórskotaliðsárás. Ég missti föður minn. Ástandið er þannig að maður fær vinnu í einn da gen síðan enga vinnu í 10 daga. Við borðum tvær máltíðir á dag. Morgunmat og hádegismat en engan kvöldmat. Sonur minn er hjartveikur. Lyfin sem hann þarfnast fast ekki hér og ég verð að fara til Hudaydah til að sækja þau. Sonur minn er það sem ég er stoltastur af, hann heldur mér gangandi í lífinu. Eina sem ég vil er að hann læknist. ©UNOCHA/Giles Clarke

Jemen
©UNOCHA/Giles Clarke

Fatima, 45 ára, 11 barna móðir. Flúði heimili sitt vegna átakanna í Jemen.

„Sprengjuárásirnar voru geigvænlegar. Við urðum að bera allt sem við áttum út og flýja að heiman í skyndingu. Skilríki og margt annað mikilvægt varð ég að skilja eftir. Við erum að leita að herbergi þvi við getum ekki búið í tjaldi lengur vegna roks og rigninga. Stundum verðum við holdvot og það er mjög erfitt.