Framboð Íslands, framboð Norðurlanda

0
487

 Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er sameiginlegt norrænt framboð. Þetta var aðalniðurstaða hádegisverðarfundar um hlutverk Norðurlanda í Sameinuðu þjóðunum sem haldinn var í Stokkhólmi 1. október.
Hádegisverðarfundurinn var haldinn í tengslum við að Ísland býður sig fram í fyrsta skipti til Öryggisráðsins.

Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis og oddviti Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, lagði áherslu á að framboðið væri sameiginlegt framboð Norðurlanda enda tækju ríkin fimm öll þátt í kosningabaráttunni.
”Með framboði okkar viljum við leggja okkar af mörkum til alþjóðasamfélagsins og meðal annars efla vernda almennra borgara í átökum og þátttöku kvenna í friðarferlum,” sagði Árni Páll.

 

Árni Páll Árnason (t.v.) og Jan Eliasson, fyrrverandi forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna (fyrir miðju) á fundinum í Stokkhólmi.

Jan Eliasson, fyrrverandi sendimaður framkvæmdastjóra SÞ í Darfur, og jafnfarmt fyrrverandi forseti Allsherjarþingsins og utanríkisráðherra Svía, hvatti fundarmenn til að leggja framboði Íslands lið með hverjum þeim hætti sem þeir gætu.

”Við skulum standa vörð um sameiginleg norræn gildi í utanríkismálum,” sagði Eliasson. 

Jan Eliasson sagði ennfremur að starf Norðurlanda á alþjóða vettvangi væri mikilvægt og að efla bæri norrænt samstarf á sviðum utanríkis- og öryggismála. 

”Það er hægt að efla samstarfið bæði innávið og útávið. Hefðbundin afstaða Norðurlanda þar sem áhersla er lögð á fjölþjóðlega ákvarðanatöku og þjóðarrétt á enn rétt á sér,” sagði Eliasson. 

Það ræðst 16. október hvort Ísland nær kjöri til Öryggisráðsins. Danmörk var síðasta norræna ríkið sem sat í ráðinu en það var 2005 til 2006.

Félag Sameinuðu þjóðanna í Svíþjóð og Upplýsingaskrifstofa norrænu ráðherranefndarinnar héldu fundinn í Stokkhólmi. 
(Af www.norden.org.  Nánari upplýsingar: Sofie Trosell
[email protected]   Sími:                               +46 (0)8-506 113 19                    )