Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til Brussel, Parísar og Afríku

0
553

23. janúar 2007 
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í Alþjóðaráðstefnu til stuðnings enduruppbyggingu og þróun Líbanons sem Jacques Chirac, forseti Frakklands boðar til í París. 

Búist er við að ríkisstjórn Líbanons muni kynna á ráðstefnunni nýja áætlun um efnahagsumbætur. Í tillögunum verður tekist á við enduruppbyggingu í kjölfar átaka auk efnahagsbata og umbætur; kveðið á um aðgerðir til að bæta skuldastöðu landsins og skjóta stoðum undir varanlegan hagvöxt.
Fyrsti liður í fyrstu ferð framkvæmdastjórans frá því hann tók við embætti verður heimsókn til Brussel 24. janúar en þar ræðir hann við forsvarsmenn Evrópusambandsins, forseta Evrópuþingsins auk konungs og forsætisráðherra Belgíu. 
Frá Evrópu heldur hann til Afríku. Fyrst kemur hann við í Kongó sem hýsir stærstu friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna. Því næst sækir hann leiðtogafund Afríkusambandsins í Addis Ababa.  .Síðasti liður í Afríkuferð hans verður í Nairobi, þar sem hann mun hitta að máli starfsfólk höruðstöðva SÞ í álfunni