Framtíð dýralífs er í okkar höndum

0
472
image

image
3.mars 2016. Talið er að 100 þúsund fílar hafi verið drepnir frá 2010 til 2012 í því skyni að selja fílabein.

Veiðiþjófnaður og smygl alþjóðlegra glæpahópa er ein mesta hætta sem steðjar að dýrum í útrýmingarhættu.

Fílar, flóðhestar, hreisturdýr, hákarlar, tígrisdýr og sjaldgæfar trjátegundir eru á meðal þeirra tegunda sem glæpahópar nýta sér í ágóðaskyni.

Dýralíf er einnnig í hættu vegna ofbeitar, búskapar og þróunar sem byggir á nýtingu náttúruauðlinda. Allt þetta veldur því að dýralíf á undir högg að sækja. Af þessum sökum er þema alþjóðadags dýralífs, 3.mars, að þessu sinni “Framtíð dýralífs er í þínum höndum”og er kastljósinu sérstaklega beint að afríska og asíska fílnum.

Ríkisvald, löggjafarvald, lögregla,tollverðir og þjóðgarðsverðir í öllum heimshlutum hafa gripið til aukinna aðgerða til þess að vernda dýralíf. En það er einnig á valdi einstaklinga að vernda dýralífið og lífskilyrði þess.

Verndun lífríkisins er í samræmi við fimmtánda Sjálfstæða þróunarmarkmiðið; að stuðla að fjölbreytni lífríkisins. Við höfum öll hlutverki að gegna. Sameiginlegar aðgerðir okkar geta ráðið úrslitum um hvort dýrategundir lifa af eða deyja út.