Friðar og öryggismál löguð að nýjum tímum vaxandi spennu, upplýsingaóreiðu og gervigreind

0
11
Pólski herinn.
Pólski herinn. Mynd: Łukasz Golowanow og Maciek Hypś. WikimediaCommons.

Leiðtogafundur um framtíðina. 2.grein Alþjóðlegur friður og öryggi. Boðað er til Leiðtogafundar um framtíðina 22.-23.september á viðsjárverðum tímum. Líkur á meiriháttar stórveldaátökum hafa ekki verið meiri frá því Kalda stríðinu lauk. Átök eru blóðugri og langvinnari en oftast áður. Alþjóðleg mannúðarlög eru þverbrotin og mannréttindabrot færast í vöxt. Hið sameiginlega öryggiskerfi, sem byggt hefur verið upp undanfarin tæp 80 ár, er undir miklu álagi. Hætta á beitingu kjarnorkuvopna hefur jafnframt aukist.

Leiðtogfundur um framtíðina
Leiðtogafundur um framtíðina

Í uppkasti að Sáttmála framtíðarinnar, sem samþykkja á á Leiðtogafundinum um framtíðina, eru alþjóðleg friðar og öryggismál eitt af fimm sviðum, auk inngangs og jafnréttis og mannréttinda sem verða gegnumgangandi.

Um efnisatriði samningsins um sjálfbæra þróun og fjármögnun þróunar, var fjallað hér en hin sviðin eru vísindi, tækni og nýsköpun og stafræn samvinna, æskan og komandi kynslóðir og umbreyting á alþjóðlegum stjórnarháttum.

Hermaður á vígvelli í Úkraínu. Boðað er til fundarins á viðsjárverðum tímum.
Hermaður á vígvelli í Úkraínu. Boðað er til fundarins á viðsjárverðum tímum. Mynd: Noah Brooks/Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

Alþjóðlegur friður og öryggi

Núverandi uppkast sem Þýskaland og Namibía hafa tekið saman verður grundvöllur samningaviðræðna aðildarríkja, en einnig hefur verið ráðgast við fulltrúa borgaralegs samfélags.

Í uppkastinu eru látnar í ljósi þungar áhyggjur af uppsöfnuðum ógnum við alþjóðlegan frið og öryggi hvort heldur sem á landi, láði eða legi, í geimnum og netheimum, „sem sum eru ógnun við tilvist mannkyns.”

Þær aðgerðir sem lagðar eru til, eru eftirfarandi:

U.S. Army Soldiers in action.
Bandarískir hermenn. Mynd: Wikimedia Commons.

Áhyggjur af hernaðarútgjöldum á kostnað sjálfbærrar þróunar.

 • 1) Að tvíefla viðleitni til að byggja upp friðsöm samfélög í þágu allra.

 Viðurkennd eru tengsl alþjóðlegs friðar og öryggis, sjálfbærrar þróunar og mannréttinda. Lýst er áhyggjum af vaxandi ójafnvægi á milli fjárframlaga til hernaðar annars vegar og sjálfbærrar þróunar og friðar hins vegar. Aðalframkvæmdastjóranum skal falið að láta greina hvað áhrifa aukin útgjöld til hernaðar hafa á framgang Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.

Barn sem þjáist af alverlegri vannæringu á sjúkarhúsi á suðurhluta Gasasvæðisins í apríl 2024. Mynd: WHO.
Barn sem þjáist af alverlegri vannæringu á sjúkarhúsi á suðurhluta Gasasvæðisins í apríl 2024. Mynd: WHO.

Vernda ber óbreytta borgara- refsa fyrir grimmdarverk

 • 2) Við munum vernda alla óbreytta borgara í vopnuðum átökum.

Hér er sérstaklega tekið fram að forðast beri beitingu sprengjuvopna í íbúabyggðum, og nærri skólum og heilsugæslu.  Aðgangur mannnúðaraðstoðar skuli tryggður, mannúðar- og heilsugæslustarfsmenn og blaðamenn njóti verndar í átökum.

Tvíefla beri viðleitni til að binda enda á refsileysi fyrir grimmdarverk, þar á meðal að beita hungurvopni og kynferðislegu ofbeldi.

 • 3) Við munum tryggja að fólki sem glímir við mannúðarkreppu fái þann stuðning sem það þarf

  Bláir hjálmar eru einkennis-höfuðfat friðargæslunnar.
  Bláir hjálmar eru einkennis-höfuðfat friðargæslunnar. Mynd: UN Peacekeeping.
 • Hlúð að friði og friðargæsla aðlöguð

 • 4) Við munum draga úr spennu á milli aðildarríkja, efla samvinnu og skilning og leitast við að leysa deilur á friðsamlegan hátt.
 • 5) Við munum hlúa að friði á varanlegan hátt á innanlandsvettvangi.

Takast ber á við þá ógn sem stöðugleika og samheldni samfélaga stafar af upplýsingaóreiðu, þar á meðal efni sem dreift er á samfélagsmiðlum, en virða á sama tíma tjáningarfrelsi.

 • 6) Við munum hraða því að hrinda í framkvæmd skuldbindingum um konur, frið og öryggi.
 • 7)Við munum taka til umfjöllunar áhrif umhverfis- og loftslagsmála á frið og öryggi.
 • 8) Við munum aðlaga friðargæsluverkefni að breyttum tímum og nýjum áskorunum og styðja friðaraðgerðir með slíkt í huga.
 • 9) Við munum stefna að framtíð án hryðjverka.

  Afvopnunar-frímerki Sameinuðu þjóðanna.
  Afvopnunar-frímerki Sameinuðu þjóðanna.

Afvopnun 

 • 10) Við munum berjast gegn skiplagðri glæpastarfsemi þvert á landamæri og ólöglegum fjármagnsflutningum.
 • 11) Við munum hraða þróun í átt til kjarnorkuvopnalauss heims.
 • 12) Við munum standa við skuldbindingar um afvopnun.

  Gervigreind kann að skapa nýjar hættur.
  Gervigreind kann að skapa nýjar hættur. Mynd: Creative Commons Zero, Public Domain Dedication
 • Nýjar hættur

 • 13) Við munum takast á við hættur á nýjum sviðum og varðandi nýja tækni.

Samþykkt er að gera lagalega bindandi samning til að koma í veg fyrir vopnakapphlaup í geimnum. Stefna skal að lagalaega bindandi aðgerðum til að banna sjálvirk vopnakerfi.

 • 14) Við munum takast á við hættuna af nýrri upplýsinga-samskiptatækni og gervigreind.
 • Nálgast má samningsdrögin eins og þau voru um miðjan maí hér.
 • Grein um ákvæði uppkastsins um sjálfbæra þróun má finna hér.