Borgaralegt samfélag hefur orðið um leiðtogafund framtíðarinnar

0
5
Leiðtogafundur framtíðarinnar.
Veggmynd við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogafundur framtíðarinnar. Mynd: ©UN Photo/Rick Bajornas

Leiðtogafundur framtíðarinnar. Undirbúningur fyrir Leiðtogafund framtíðarinnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 22.-23.september er kominn á fullt skrið. Auk viðræðna aðildarríkjanna um lokaskjal leiðtogafundarins „Framtíðarsáttmálann” stendur nú yfir samráð við borgaralegt samfélag, þar á meðal ungt fólk.

Segja má að samráðsferlið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna nái hámarki 9.-10.maí á þingi borgaralegs samfélags í Nairobi í Kenía þar sem 1500 þátttakendur munu skeggræða viðfangsefni leiðtogafundarins.

Endurnýjun milliríkjasamskipta

Markmið leiðtogafundar framtíðarinnar er að endurnýja kerfi milliríkjasamskipta í takt við nýja tíma í því skyni að hafa jákvæð áhrif á líf fólks.

„Við getum ekki boðið barnabörnum okkar upp á framtíð með kerfi sem var hannað fyrir afa okkar og ömmur,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í janúar 2024.

Framtíðarfundurinn er því tækifæri sem gefst einu sinni á líftíma hverrar kynslóðar til að efla samvinnu til að takast á við þýðingarmiklar áskoranir og brúa til í alþjóðlegum stjórnarháttum. Til grundvallar munu eftir sem áður verða fyrri skuldbindingar á borð við Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna.

Þrefalda umhverfiskreppan er eitt þeirra viðfangsefna sem við er að glíma. Mynd: Donald Giannatti/Unsplash

Sameiginleg viðfangsefni okkar

Stórfelld áföll undanfarinnar ár, hvor heldur sem er COVID-19 heimsfaraldurinn, stríðið í Úkraínu eða þrefalda umhverfiskreppan, hafa reynt á þolrif alþjóðlegra stofnana. Eining um sameiginlega grundvallarsjónarmið og markmið eru því brýn og þýðingarmikil.

Tillaga um leiðtogafundinn var lögð fram í  skýrslunni Sameiginleg viðfangsefni okkar (Our Common Agenda). Hana tók aðalframkvæmdastjórinn saman að beiðni aðildarríkjanna í því skyni að leggja fram hugmyndir um hvernig bregðast mætti betur við núverandi áskorunum og viðfangsefnum framtíðarinnar.

Skýrslan Sameiginleg viðfangsefni okkar (Our common agenda) liggur til grundvallar leiðtogafundinum.
Skýrslan Sameiginleg viðfangsefni okkar (Our common agenda) liggur til grundvallar leiðtogafundinum.

Endurnýjað traust

Í samræmi við hugmyndir um víðtækari þátttöku og samráð að baki milliríkjasamskiptum sem lagðar voru fram í skýrslunni, hefur aðalframkvæmdastjórinn lagt áherslu á mikilvægi þess að virkja hlutaðeigandi aðila úr öllum geirum samfélagsins.

Í skýrslunni um Sameiginlegu viðfangsefnin er hvatt til þess að endurnýja traust og samstöðu á öllum stigum; á milli þjóða, ríkja og kynslóða. Lögð er til samsvarandi endurnýjun milliríkjakerfisins. Leiðtogafundur framtíðarinnar er því mikilvægt tækifæri til að samþykkja brýnustu umbætur.

Aðildarríkin féllust á að halda framtíðarfundinn í september 2024 og að niðurstaða fundarins skyldi vera “Sáttmáli framtíðarinnar” (e. A Pact for the Future).

Gervigreind er á meðal viðfangsefna leiðtogafundarins.
Gervigreind er á meðal viðfangsefna leiðtogafundarins.

Fimm meginþemu

Auk inngangs verður sjónum beint að fimm þemum:

  • Sjálfbær þróun og fjármögnun þróunar
  • Alþjóðleg friðar og öryggismál
  • Vísindi, tækni og nýsköpun og stafræn samvinna
  • Ungt fólk og komandi kynslóðir
  • Alþjóðlegir stjórnarhættir

Mannréttindi og jafnrétti kynjanna eru samofin öllum þessum þemum.

Kerfi milliríkjasamskipta er eitt þeirra atriða sem er undir á leiðtogafundinum.
Kerfi milliríkjasamskipta er eitt þeirra atriða sem er undir á leiðtogafundinum.

Fyrsta uppkast

Þýskaland og Namibía tóku að sér að kanna hug aðildarríkja og kynntu nýverið fyrsta uppkast (zero draft) framtíðarsáttmálans, sjá hér. Hann mun liggja til grundvallar þegar formlegar samningaviðræður hefjast fyrir alvöru.

Sjá nánar hér:

Vefsíða leiðtogafundar framtíðarinnar 2024 hér.

Vefsíða Okkar sameiginlegu viðfangsefni (Our Common Agenda)  hér.

Stefnumótunarskýrslur (Policy briefs) Okkar sameiginlegu viðfangsefna hér.