Friðargæsla SÞ 75 ára: „Við gefum fólki von“

0
131
Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára
Skyldustörfum er oft gegnt í eftirlitsturnum við vopnalausa beltið á landamærunum. Mynd: einkasafn

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára. Søren er háttsettur liðsforingi – major – í danska hernum. Þessa stundina þjónar hann í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna sem eftirlitsmaður í UNTSO,  Vopnahléseftirlitinu í Mið-Austurlöndum.

Þegar hann gekk til liðs við UNTSO í september 2022 var hann síður en svo nýgræðingur í starfi danska hersins á alþjóðavettvangi. Áður en hann hóf núverandi starf hafði hann unnið fyrir friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan og þar áður verið í fjögur skipti í sveitum NATO og bandalaga þess erlendis.

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára
• Skyldustörfum er oft gegnt í eftirlitsturnum við vopnalausa beltið á landamærunum. Mynd: einkasafn

„Suður-Súdan var að mörgu leyti ólíkt fjórum fyrstu skiptunum og ég vildi prófa aðra sveit Sameinuðu þjóðanna, og í þetta skipti sem eftirlitsmaður,“ segir Søren í viðtali við vefsíðu UNRIC. Einungis er vísað til hans með skírnarnafni samkvæmt venju í danska hernum.

75 ára afmæli UNTSO og friðargæslu SÞ  

29.maí eru 75 ár liðin frá samþykkt ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 50. Hún lagði grunninn að stofnun UNTSO, sem var jafnframt fyrsta friðargæslusveit samtakanna. Fyrsti hópur hernaðar-eftirlitsmanna var sendur til Mið-Austurlanda í kjölfarið til að fylgjast með og viðhalda vopnahléi í stríði Ísraels og Arabaríkja 1948.  .

Danski majorinn er einn tíu Dana sem starfa hjá UNTSO. Hann er í svokölluðu Wadi teymi, eftirlitsmanna í Golan-Tiberias á landamærum Ísraels og Sýrlands. 2-3 manna eftirlitsstöð hverju sinni, þaðan sem þeir fylgjast með og tilkynna eftir atvikum um brot á vopnahléi í Gólanhæðum.

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára
Søren hélt upp á jólin á vakt. Mynd: einkasafn.

„Við erum á vakt í eftirlitsturni í 5-7 tíma í senn,“ segir Søren. „Að auki sinnum við ýmsum verkefnum allt frá þrifum til matargerðar og viðhaldi til að hlaða eldsneyti á rafstöðvar. Í frítímanum stundum við svo vaxtarrækt, lesum bækur, horfum á kvikmyndir eða sinnum öðrum áhugamálum.“

Menningarleg fjölbreytni

Í hverju teymi er um tylft eftirlitsmanna af álíka mörgum þjóðernum.

„Áður en maður var sendur til starfa fyrir UNTSO var þriggja vikna námskeið í Finnlandi. Þar var bæði fjallað um starfsaðferðir Sameinuðu þjóðanna og þá menningarlegu fjölbreytni, sem fylgir að vinna og starfa í fjölþjóða- og fjölmenningarlegu umhverfi. Flestir eru því viðbúnir og gera ráðstafanir til að skapa rými fyrir fjölbreytileikann.“

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára
Höfuðstöðvar UNTSO í Jerúsalem. Mynd: Hardscarf/ Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

Stærsta áskorunin er þó ekki endilega menningar-munur á starfsfólki úr öllum heimshornum.

Særsta áskorunin við starf hjá Sameinuðu þjóðunum er líklega skrifræðið og samvinna á milli hernaðarlegra og borgaralegra sviða. Skrifræðið er tímaþjófur og kveður frumkvæði og breytingar í kútinn. Menningarlegur munur á borgarlegu og hernaðarlegu starfsfólki getur stundum verið hindrun fyrir samvinnu. Hvor aðili fyrir sig myndi hagnast á því að skilja betur verkefni hins aðilans.“

Við skiptum máli

75 árum eftir að fyrstu eftirlitsmennirnir voru sendir til Mið-Austurlanda eru friðargæsluliðar enn á sínum stað og enginn endir í sjónmáli.

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára
Svissneskir eftirlitsmenn að störfum.VBS/DDPS
-Creative Commons Attribution 3.0

Søren viðurkennir að að enginn geti sagt með vissu hvort starf hans og starfsfélaga hans skipti sköpum fyrir frið í þessum heimshluta, því „maður getur aðeins getið sér til um hvað hefði gerst án okkar.“

„Ég tel samt að viðvera okkar friðargæsluliða sé til góðs,“ segir hann. „Fyrst og fremst er það sýnileiki okkar og óhlutdrægni, sem sýnir að að heimsbyggðin hefur áhuga á þessu svæði. Ég trúi og vona að þetta sannfæri heimamenn um að þeir hafi ekki gleymst. Friði verði komið á um síðir og allir geti lifað í sátt og samlyndi. Ég held líka að viðvera okkar þýði að stríðandi fylkingar hugsi sig um tvisvar áður en þær rjúfi vopnahléið á einn eða annan hátt.“

Einstök vinátta

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 áraMenningarleg fjölbreytni er ekki aðeins áskorun heldur einnig kostur.

„Menningarömunur er einni mjög auðgandi. Það er alltaf heilbrigt að sjá grundvallar-gildi útfrá öðrum sjónarhonrum. Það vekur mann til íhugunar og er grundvöllur nýrrar þekkingar.“

Og þetta er einmitt verðmætasta reynsla Sørens úr friðargæslunni.

„Það er vitaskuld sú einstaka vinátta sem skapast þegar maður ver svo miklum tíma saman, í umhverfi þar sem maður verður að geta treyst 100% á hvor annan,“ segir danski majorinn að lokum.

Sjá nánar um friðargæslu Sameinuðu þjóðanna hér, hér og hér

75 ára afmæli Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna
75 ára afmæli Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna