12 Friðarverðlaun Nóbels

0
853
Friðarverðlaun Nóbels

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Sameinuðu þjóða-fjölskyldan hefur fengið friðarverðlaun Nóbels alls tólf sinnum í 120 ára sögu verðlaunanna. Þar af hafa aðaframkvæmdastjórar tvívegis fengið verðlaunin.UN 75

Friðarverðlaun Nóbels eru afhent árlega. Þau er veitt þeim sem hafa „unnið mest eða best að því að stuðla að bræðralagi þjóða. Þeim sem hafa stuðlað að því að leysa upp eða minnka herafla og fyrir að halda eða efla starf friðarráðstefna.”

Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna Ralph Bunce fékk verðlaunin 1950 fyrir friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum.

Samtök SÞ

Alþjóðlegt mannúðarstarf er á meðal þess sem telst til friðarviðleitni. Árið 1954 fékk stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna í fyrsta skipti friðarverðlaunin. Flóttamannahjálpin  (UNHCR) var verðlaunuðfyrir starf sitt í þágu flóttamanna um allan heim. Sama stofnunin fékk verðlaunin á ný árið 1981.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hlaut friðarverðlaunin árið 1965 fyrir umfangsmikið starf á alþjóðavettvangi við að bjarga lífum barna; verja þau og mennta. 4 árum síðar eða 1969 var röðin komin að Alþjóða vinnumálastofnuninni (ILO) fyrir ötult starf í þágu félagslegs- og efnahagslegs réttlætis í heiminum.

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna er áþreifanlegasta dæmið um friðarstarf samtakanna. Árið 1988 var röðin komin að þeim fyrir „viðleitni þeirra við að hrinda í framkvæmd einu helsta grundvallarsjónarmiði Sameinuðu þjóðanna.”

21.öldin

Nýjar áskoranir tóku við þegar 21.öldin gekk í garð. Alþjóða kjarnorkumálastofnunin (IAEA) hlaut þannig verðlaunin fyrir að tryggja friðsamlega nýtingu kjarnorku árið 2005.

Og í samræmi við tíðarandann fékk Milliríkjavettvangurinn um Loftslagsbreytingar (IPCC) sem oftast er nefndur Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna friðarverðlaunin ásamt Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.

Tveir af aðalfarmkvæmdastjórum samtakanna hafa fengið verðlaunin. Dag Hammarskjöld var heiðraður að honum látnum árið 1961. Kofi Annan fékk svo verðlaunin ásamt Sameinuðu þjóðunum sjálfum fjörutíu árum síðar eða 2001.

„Frið ber að tryggja, fyrst og fremst, vegna þess að hann er skilyrði fyrir því að hver meðlimur í fjölskyldu mannkynsins geti lifað með sæmd og við öryggi,“ sagði Kofi Annan í Nóbels-fyrirlestri sínum.

Enn og aftur heiðraði Nóbelsnefndin samtök Sameinuðu þjóðanna á 75.afmælisárinu. Matvælastofnun samtaknna (WFP) fékk verðlaunin 2020.

Friðarverðlaunahafar Nóbels á vegum Sameinuðu þjóðanna: